Fara í efni

Sveitarstjórn

171. fundur 03. maí 2007 kl. 22:58 - 22:58 Eldri-fundur

Ár, 2007, 3. maí er  fundur í hreppsnefnd Kjósarhrepps, haldinn í Ásgarði

            Kl. 20.00.

 

Mæting;Sigurbjörn Hjaltason, Steinunn Hilmarsdóttir, Guðmundur Davíðsson,

Hermann  Ingólfsson, og Guðný G. Ívarsdóttir

 

 

1    Fundagerðir lagðar fram:

 

 

a)  Skipulags-og byggingarnefndar frá; 25.04. 2007

Afgreiðsla;

Fundargerðin samþykkt og eftirfarandi bókun gerð:

 

Hreppsnefnd Kjósarhrepps samþykkti þann 5. okt. 2006  tillögu að deiliskipulagi fyrir 4 íbúðarhús á samt fylgjihúsum á 8,6 ha svæði í landi Morastaða. Tillagan er sett fram á uppdrætti og í greinargerð, dags. september 2006.
Tillagan var auglýst skv. 25. gr. skipulags- og byggingarlaga, að fengnum meðmælum Skipulagsstofnunar, með vísun í 3. tl. ákvæða til bráðabirgða í skipulags- og byggingarlögum.”

 

Þar sem byggingarreitir voru of nálægt Miðdalsvegi að mati Skipulagsstofnunar var sótt um undanþága til umhverfisráðuneytis um minni fjarlægð frá vegi en lög heimila með bréfi dags. 3. janúar. Undanþágan var veitt með bréfi dags. 9. febrúar.

 

Skipulagsnefnd samþykkti skipulagstillöguna þann 25.04. 2007. Eftir þá afgreiðslu hefur byggingarskilmálum verið breytt þannig að stærð fylgihúsa hefur verið minnkuð úr 300m2 í 220m2 og hámarks mænishæð þeirra lækkuð í 6,5 m

Hreppsnefnd samþykkir  ofangreint deiliskipulag  í landi Morastaða.

b)  Umhverfis- og ferðamálanefndar, fundar nr. 9 frá 17.04. 2007.

Afgreiðsla;lögð fram.

 

 

c)  Menningar- fræðslu og félagsmálanefndar, funda nr. 8 og 9 2007

Afgreiðsla; lagðar fram..

 

d)  Samgöngu-og orkunefndar, funda nr. 6 og 7

Afreiðsla; lagðar fram.

 

e)  Upplýsinga-og fjarskiptarnefndar, funda nr. 5 og 6.

Afgreiðsla; lagðar fram.

 

 

f)  Kjörstjórnar Kjósarhrepps frá 16.04. 2007

Afgreiðsla; lögð fram

 

2. Kjörskrá vegna Alþingiskosningana 12. maí.

 

Afgreiðsla;

Hreppsnefnd samþykkir kjörskrá sem oddviti hefur þegar undirritað og lagt fram frá og með 2. maí. Á kjörskrá eru 75 karlar og 62 konur samtals 137.

 

3. Samningur um losun rotþróa í Kjósarhreppi.

 

Fyrir fundinum liggja drög að samningi til sex ára á milli Kjósarhrepps annarsvegar og Holræsishreinsunar ehf hinsvegar um hreinsun rotþróa í Kjósarhreppi

Afgreiðsla; Samþykkt aðfela oddvita að ganga til samninga við Holræsahreinsun ehf. um reglubundna tæmingu á rotþróm í Kjósarhreppi.

 

 

4.  Önnur mál.

 

Bókun;

Fyrirspurn kom frá Guðnýju um stöðu sveitarsjóðs og hreyfingar frá áramótum.

 

Fundi slitið kl.22.57

Fundarritari var Steinunn Hilmarsdóttir.