Fara í efni

Umhverfis-, náttúru- og landbúnaðarnefndar

9. fundur 20. desember 2012 kl. 13:07 - 13:07 Ásgarður

9. fundur umhverfis-, náttúru- og landbúnaðarnefndar

 

Fundargerð frá 10. desember 2012 kl. 13.00. Fundur haldinn í Ásgarði.

 

1.      Ársskýrsla náttúruverndarnefnda.

Farið yfir drög að ársskýrslu 2012 til Umhverfisstofnunar. Ákveðið að kanna ástand við Steðja og stöðu mála varðandi leyfisskyldu efnistökusvæða.

 

2.      Erindi frá Umhverfisstofnun er varðar ágengar plöntutegundir rætt og ákveðið að skoða málið frekar. Nauðsynlegt er að kortleggja stöðu mála, s.s. hvar lúpína og skógarkerfill vaxa og meta umfang vaxtarsvæða þeirra og hvort aðgerða er þörf á einhverjum svæðum. Fræðsla er varðar þessar tegundir til íbúa einnig rædd.

3.      Laxá og aðgengi að svæði við brú. Hugmynd nefndarinnar að plani og gönguleið við Laxárbrú endurskoðuð í kjölfar þess að framkvæmdastjóri sveitarfélagsins kallaði eftir hugmyndum nefndarinnar.

4.      Lausaganga sauðfjár og hunda. Nefndin ræddi þessi mál almennt en telur þörf á frekari upplýsingum um forsendur og afstöðu hreppsnefndar til lausagöngu sauðfjár og hunda til að geta tekið afstöðu til þessa málefnis.

5.      Brennur í sveitarfélaginu. Nefndin kallar eftir viðbrögðum við erindi umhverfisnefndar er varðar brennumál í sveitarfélaginu frá maí 2012 og ítrekar þörfina á skýrum reglum í sveitarfélaginu er varða brennuhald.

6.      Niðurstöður flúormælinga í hrossum á Kúludalsá sem kynntar voru á aðalfundi Umhverfisvaktarinnar við Hvalfjörð þann 8. nóvember síðastliðinn ræddar. Nefndin leggur til að umhverfisnefnd og hreppsnefnd fari sameiginlega yfir málið og meti þörf á aðgerðum út frá fyrirliggjandi gögnum.

Fleira ekki tekið fyrir. Fundi slitið klukkan 15.30.

 

Björn Hjaltason

Kristján Oddson

Gyða S. Björnsdóttir