Fara í efni

Umhverfisnefnd

208. fundur 26. febrúar 2008 kl. 20:05 - 20:05 Eldri-fundur

Umhverfis- og ferðamálanefnd Kjósarhrepps

15. fundur 26. febrúar 2008 kl.17.00 í Ásgarði

 

  1. Áningastaðir – Fulltrúi vegagerðarinnar mun koma og skoða þá áningastaði sem talað var um og koma með álit á þeim. Farið var yfir minnisblað frá Umhverfisstofnun og leggjum við til að byrjað verði á þremur stöðum Hvítárnesi, Hestaþingshól og við Meðalfellsvatn þar sem aðgengi er gott og framkvæmdir auðveldar. Ákveðið var að sækja um styrk í Pokasjóð.
  2. Deiluskipulag Vindás 5 – Engar athugasemdir.
  3. Gönguleiðir – Merkingar, rætt um hvort merkja ætti gamlar gönguleiðir og þjóðleiðir eins og Kirkjustíg, Gíslagötu og Svínaskarðsveg.
  4. Samkomulag er undirritað var 25. febrúar 2008 um Hvalfjarðarkort lagt fram.
  5. Rætt var um hvort ástæða væri til að vera með opinn umhverfisfund þar sem ýmiss umhverfismál væru tekin fyrir.  
  6. Næsti fundur ákveðinn 1.apríl kl. 17.00 í Ásgarði.

 

Katrín Cýrusdóttir

Birna Einarsdóttir

Bergþóra Andrésdóttir

Unnur Sigfúsdóttir