Fara í efni

Umhverfisnefnd

286. fundur 21. september 2009 kl. 16:52 - 16:52 Eldri-fundur

29. fundur  Umhverfis- og ferðamálanefndar þriðjudaginn 25.ágúst  2009.

 

1.      Farið yfir loka útgáfu af áningarskiltunum og hún samþykkt. Ólafur frá Sögumiðlun sat fundinn undir þessum dagskrálið.

 

2.      Lagt fram bréf dagsett 24. ágúst frá Sigurði Guðmundssyni og Steinunni Hilmarsdóttur, þar sem fram kemur ósk um að nefndin beyti sér fyrir því að skiltið við Þórufoss verði sett upp.

 Nefndin þakkar fyrir bréfið og telur það jákvætt að íbúar hreppsins beri upp erindi og óskir sínar við nefndina. Í tilefni af bréfi þessu vil nefndin benda á að lögð hefur verið áhersla á merkingar í sveitarfélaginu, með vegvísum og merkingum jarða og íbúðarhúsa. Byrjað er að merkja athyglisverða staði og er sá listi nokkuð langur og verkið rétt farið af stað.  Nú á haustmánuðum stendur til að setja upp þó nokkur merki og er Þórufoss þar á meðal.   Bent skal á að þjónustumerkingar eru alfarið í höndum rekstraraðila á hverjum stað.

 

Katrín Cýrusdóttir, 

Birna Einarsdóttir,

Bergþóra Andrésdóttir,

Unnur Sigfúsdóttir  

Ólafur Jónsson