Fara í efni

Umhverfisnefnd

299. fundur 01. febrúar 2010 kl. 13:14 - 13:14 Eldri-fundur

32.fundur í umhverfis og ferðamálanefnd

þriðjudaginn 26.janúar  2010 kl. 17:00

 

Katrín Cýrusdóttir boðaði forföll og Kristján Oddsson situr fundinn í hennar stað.

1.       Áningastaðir

Farið yfir kostnað og fjárhagsáætlun 2009 er nefndin innan marka áætlunar.

 

Birna lagði fram tillögu vegna seinni hluta verkefnisins áningastaðir

a)      Við Laxárvog- áhersla á lífríki Laxár – örnefni, útsýni

b)      Við Þorláksstaðarveg með útsýni yfir Hurðabakssef, með áherslu á fuglalíf.

c)       Við Kjósarrétt – áhersla á atvinnusögu sveitarinnar í tengslum við réttina sauðfjárhald

Áhersla á þjóðleiðir sem sjást vel frá þessum stað.

Nefndin leggur til að farið verði í þessi verkefni á árinu og leitað verði eftir samstarfi við Sögumiðlun ehf.

Varðandi lið c) æskilegasta staðsetingin er við Kjósarrétt, ef ekki nást samningar við

landareigendur er lagt til að áningarstaðurinn verði í veghelgunarsvæði við veg nr. 461

 

Tillagan var samþykkt .

 

2.       Lagt fram til kynningar : Umsókn um styrk til úrbóta á ferðamannastöðum. 4. Jan 2010.

 

3.       Gámaplan

Guðlaugur Mikaelsson hefur látið af störfum og þakkar nefndin honum vel unnin störf og óskum   við honum allra heilla í framtíðinni.

Nýr starfsmaður hefur verið ráðin Jóhannes Björnsson Flekkudal og bjóðum við hann velkomin í starfið.

 

4.       Merking  gönguleiða

Ræddar voru merkingar gönguleiða og lagði Birna fram „ Fræðslurit Ferðamálastofu um  Merkingar á gönguleiðum“.

 

5.       Ákveðið  að febrúarfundurinn yrði heimsókn í Höfuðborgarstofu þar sem farið yrði yfir samstarfið á höfuðborgarsvæðinu og nefndin fengi kynningu á starfsemi stofunnar.

 

 

Bergþóra Andrésdóttir

Birna Einarsdóttir

                 Unnur Sigfúsdóttir

                Ólafur Jónsson

                 Kristján Oddsson