Fara í efni

Umhverfisnefnd

315. fundur 04. maí 2010 kl. 13:41 - 13:41 Eldri-fundur

Umhverfis- og ferðamálanefnd, fundur nr. 34

Dags. 04.05.2010

1.    Ólafur Engilbertsson hjá Sögumiðlun ehf. lagði fram drög að áningaskiltum og fór nefndin yfir þau.

a)    Kjósarrétt og Reynivallaháls – nefndin er ánægð með frumdrögin en telur þó hluti hennar að skiltin mættu vera tvö með áherslu á atvinnusögu og þjóðleiðir, Reynivelli og Vindáshlíð.

b)    Fuglalíf við Hurðarbakssef – nefndin er ánægð með frumdrögin en leggur til að fagaðili varðandi fuglalíf  meti það hvort skiltin séu eitt eða tvö. Einnig leggur nefndin til að hugað verði vel að umgjörð skiltanna þar sem umhverfið er ósnortið.

c)    Lífríki Laxár – Nefndi leggur til að loftmynd af Laxárdalnum verði sett inn á skiltið og að leitað verði samvinnu við veiðifélagið um geð skiltisins.

Ólafur Engilbertsson víkur af fundi og þakkar nefndin honum fyrir vel unnin störf.

2.    Nefndin fór yfir starfið síðastliðin fjögur ár og skoðaði hvað hafði áunnist.

3.    Bókun frá formanni:

Það sem hefði mátt gera betur og var hlutverk nefndarinnar að fylgjast með umhverfismálum allmennt og varðandi verksmiðjurnar á Grundartanga, held að umhverfis og náttúruverndarmál þurfi sér nefnd og  þarf fagþekking að koma inn í. Við hefðum eflaust geta gert betur, en ég tel að við höfum komið ýmsu góðu til leiðar sl. fjögur ár og fer ég sátt frá þessari vinnu. Vil ég þakka nefndamönnum fyrir gott og árangursríkt samstarf um leið og ég óska þeim sem taka við þessum málaflokkum velfarnaðar á næsta kjörtímabili.

 

Birna Einarsdóttir, Bergþóra Andrésdóttir, Unnur Sigfúsdóttir og KatrínCýrusdóttir, Ólafur Jónsson.