Fara í efni

Umhverfisnefnd

340. fundur 28. október 2010 kl. 13:44 - 13:44 Eldri-fundur

1. Birna Einarsdóttir formaður fráfarandi umhverfis- og ferðamálanefndar kom og gaf skýrslu um störf þeirrar nefndar og upplýsti um stöðu verkefna sem sú nefnd var með í farvatninu.

 

2. Áningarstaðir: Ræddum merkingar við áningastaði og framhaldsvinnu varðandi þær. Stefnt að því að klára merkingar við áningarstaði með vorinu; Laxárbrú, Hurðarbakssef, Kjósarrétt (Möðruvallarrétt).

 

3. Náttúruvernaráætlun sveitarfélagsins rædd.

 

4. Ársfundur náttúruverndarnefnda sveitafélaga og Umhverfisstofnunar kynntur. Nefndin leggur til að formaður sitji fundinn í Borgarnesi 29. október 2010.

 

5. Erindi um fjárframlag sveitarfélagsins til reiðvegagerðar rætt. Nefndin telur sig ekki umkomna til að taka afstöðu til þess þar sem reiðvegirnir eru nú þegar á aðalskipulagi og vísar erindinu til hreppsnefndar.

 

6. Gámaplan: Nefndin leggur til að aðgengilegar leiðbeiningar verði settar á heimasíðu sveitarfélagsins.

 

7. Möðruvallarétt (Kjósarrétt) rædd. Nefndin ákveður að afla upplýsinga um kostnað við endurgerð réttarinnar og viðhaldskostnað svo og fyrirkomulag og notkunarmöguleika.

 

8. Fundi slitið. Ritari var Björn Hjaltason.

 

Gyða Björnsdóttir

Kristján Oddsson

Björn Hjaltason