Fara í efni

Umhverfisnefnd

353. fundur 04. febrúar 2011 kl. 12:24 - 12:24 Eldri-fundur

Fundur haldinn 2. febrúar 2011 kl. 20.30 í Ásgarði.

 

 1. Sigurbjörn Hjaltason gerði grein fyrir stöðu mála hvað varðar svæði á náttúruminjaskrá.
  Lögð er áhersla á að farið verði yfir þessi mál við vinnu á aðalskipulagi sveitarfélagsins og gerðar nauðsynlegar breytingar.

 2. Nefndinni barst erindi frá Reyni Ingibjartssyni, höfundi bókarinnar 25 gönguleiðir á Hvalfjarðarsvæðinu. Bókin er í vinnslu og verður gefin út af Sölku í vor. Höfundur óskar eftir fundi með formanni nefndarinnar um aðgengismál og fleira. Formaður atvinnu- og ferðamálanefndar verður einnig boðaður á þann fund.

 3. Nefndin óskar eftir því að staðsetning fræðsluskilta við Hurðabakssef, Möðruvallarétt og Laxvog verði rædd í hreppsnefnd og leitað verði samþykkis landeigenda sem fyrst.

 4. Umræða um erindi Umhverfisráðuneytis þar sem leitað er eftir upplýsingum um hvort rusl á ströndum sé útbreytt vandamál innan sveitarfélagsins og hvort það ógni lífríki hafs og stranda, heilsu manna eða hafi önnur neikvæð áhrif á notkun strandarinnar. Nefndin telur að rusl á ströndum sé ekki teljandi vandamál í sveitarfélaginu eins er.   

 5. Umræða um nýja vöktunaráætlun iðjuveranna á Grundartanga sem liggur til umsagnar hjá Umhverfisstofnun. Umhverfisstofnun hefur verið send umsögn sem unnin var af fulltrúum sveitarfélaganna í Hvalfirði og Heilbrigðiseftirliti Kjósarsvæðis sem áttu sæti í vöktunarnefnd, ásamt fulltrúum iðjuveranna o.fl.

 6. Umhverfisvaktin við Hvalfjörð kynnt.
  Hópur áhugafólks hefur stofnað Umhverfisvaktina við Hvalfjörð en markmið félagsins er að vernda lífríkið við Hvalfjörð jafnt í sjó, lofti og á landi, vinna að faglegri upplýsingaöflun með aðstoð sérfræðinga, efla fræðslu um umhverfismál og tryggja gegnsæi upplýsinga frá opinberum aðilum og fyrirtækum á svæðinu. Allir eru velkomnir í félagið og Kjósverjar sem vilja láta sig málið varða hvattir til þess að skrá sig.

 7. Nefndin ræddi hugmyndir að skemmti- og fræðslugöngu fyrir íbúa sveitarfélagsins.

 

 

Fundi slitið kl. 23.15. Næsti fundur ákveðinn 2. mars. Ritari var Björn Hjaltason.

 

Gyða Björnsdóttir

Kristján Oddsson

Björn Hjaltason