Fara í efni

Umhverfisnefnd

370. fundur 30. maí 2011 kl. 09:39 - 09:39 Eldri-fundur

Fundur haldinn 25. maí 2011 kl. 20.30 í Ásgarði og við Laxá.

 

  1. Gengið frá Laxárbrú að Laxfossi og hugað að hugsanlegri gönguleið fyrir ferðamenn. Að lokinni vettvangskönnun leggur nefndin til að stígur verði lagður stuttan hring frá plani með áningarstað (borð) í kvos ofan við planið, og þar upp á holtið þar sem sést inn að Laxfossi, þá niður holtið til baka að brún við Sjávarfoss. Leið þessi er nú þegar allvel mörkuð af ferðafólki. Lagt er til að skilti sé sett upp á plani, ferðamönnum til leiðbeiningar/upplýsingar og fólk beðið um að sýna veiðimönnum tillitsemi. Stígurinn mun allur liggja innan sameiginlegs lands Háls og Neðri-Háls. Kristján á Neðri-Hálsi er samþykkur þessari tilhögun með fyrirvara um samþykki Hálsmanna og Veiðifélagsins. Nefndin telur að betra sé að beina ferðamönnum á ákveðna braut þar sem fólk fer þar um hvort sem er.

  2. Nefndi stefnir að því að efna til göngu um Hvítasunnuhelgina. Gengið verður frá ósi Kiðafellsár með fjörunni að Hvalfjarðareyri. Áætlaður göngutími er 1-1,5 klst. Ótrúlega mögnuð leið sem fáir sveitungar hafa upplifað!

  3. Nefndin leggur til að hópur sem ráðinn verður í tengslum við atvinnuátak námsmanna verði fenginn til að gera göngustíg við Laxárbrú og að starfskraftar hópsins verði einnig nýttir til þess að stika Kirkjustíg til að gera þá leið aðgengilegri ferðamönnum. Einnig eru fleiri gönguleiðir merktar á Kjósarkorti sem vert væri að stika ef færi gefst.

  4. Aðrar umræður.

    Fundi slitið kl. 22.30.

Gyða Björnsdóttir

Kristján Oddsson

Björn Hjaltason