Fara í efni

Umhverfisnefnd

408. fundur 24. maí 2012 kl. 16:18 - 16:18 Eldri-fundur

7. fundur umhverfis-, náttúru- og landbúnaðarnefndar

 

Fundur haldinn 21. maí 2012 kl. 20.30 í Ásgarði.

 

  1. Skilti við Möðruvallarétt og Laxá.
    Nefndin telur að farsælla sé að vinnsla skiltis við Möðruvallarétt sé í höndum atvinnu- og ferðamálanefndar en tillögur að skiltum liggja fyrir frá síðustu nefnd sem þá hét umhverfis- og ferðamálanefnd. Á skiltunum er atvinnusögu hreppsins gerð skil. Umhverfisnefnd er að sjálfsögðu tilbúin til samstarfs ef þess er óskað. Nefndin vísar hér með málinu til atvinnu- og ferðamálanefndar.

  2. Blá tunna fyrir pappírsúrgang.
    Kópavogur og Mosfellsbær eru um þessar mundir að taka upp blátunnuna. Kynntur var bæklingur ásamt límmiðum (fyrir lok tunnu) með nauðsynlegum upplýsingum um hvað má fara í tunnuna. Nefndin leggur til að Kjósarhreppur fari sömu leið og önnur sveitarfélög varðandi kynningu á blátunnunni og verði tilbúin með kynningarefni þegar blátunnum verður útdeilt. Einfaldast væri að hreppurinn fengi not af því efni sem er til og myndi aðlaga það að sínum þörfum. Samræmt efni hefur verið notað á Suðurlandi og hjá þeim sveitarfélögum á höfuðborgarsvæðinu sem nú eru að taka upp tunnuna.

  3. Brennumál.

Að gefnu tilefni leggur nefndin til að reglur verði settar um sumarhátíðarbrennur sem og aðrar brennur, s.s. hvernig skuli staðið að þeim og hvað megi fara á slíkar brennur. Brögð hafa verið að því að brennur séu notaðar sem hver annar ruslahaugur með plastefnum og fleiru. Ályktun þar um verður send hreppsnefnd.

  1. Umhverfis- og dýraverndunarmál.
    Nefndin leggur til að hreppsnefnd árétti við bændur og aðra landeigendur að farið sé að girðingarlögum og séð til þess að girðingum sé viðhaldið og að niðurníddar girðingar séu fjarlægðar. Hreppsnefnd send tillaga er varðar málefnið.

  2. Stikun gönguleiða.
    Nefndin mun fara í vettvangskönnun um Kirkjustíg og Gíslagötu á næstunni til frekari áttunar, framkvæmd stikunar verður í samráði við hreppsnefnd.

  3. Aðgengi að Steðja.
    Aðstæður við Steðja voru kannaðar nýlega og kom þá í ljós að vegur að Steðja er ófær fólksbílum. Lagt er til að farið verði í úrbætur.

 

Fundi slitið kl. 22.40.

 

Gyða Björnsdóttir

Kristján Oddsson

Björn Hjaltason