Fara í efni

Umhverfisnefnd

410. fundur 07. júní 2012 kl. 17:41 - 17:41 Eldri-fundur

8. fundur umhverfis-, náttúru- og landbúnaðarnefndar

 

Minnispunktar frá 29. maí 2012 kl. 13.00 - Kirkjustígur.

 

1.      Kirkjustígur

Genginn var Kirkjustígur frá Reynivöllum að Fossá í fylgd séra Gunnars Kristjánssonar og Önnu Höskuldsdóttur á Reynivöllum. Stígurinn liggur frá bílaplani við kirkju og er þar skilti með nafninu Kirkjustígur. Óljóst er hins vegar hvert skal halda og var rætt um þörfina á frekari merkingu, t.d. ör sem vísar veginn. Stígurinn liggur fram hjá minnismerki um séra Halldór Jónsson. Gengið er áfram neðan við skógræktarsvæði og upp með skóginum austan hans. Ofan við skóginn er stigi yfir girðingu. Þaðan liggur stígurinn í átt að gili og sést slóðinn ágætlega. Þó er á nokkrum stöðum erfitt að sjá hann og skal leggja áherslu á að stika á þeim stöðum. Rætt var um að stikur skuli almennt ekki vera of margar og meginreglan sú að rétt sjáist í næstu stiku fram undan frá þeirri sem gengið er fram hjá. Tölvupóstur hefur verið sendur á Umhverfisstofnun og Ferðafélag Íslands þar sem óskað var eftir upplýsingum eða reglum um stikun gönguleiða.

 

Girðing er á fjallinu sem væntanlega er ætlað að halda fé frá skógræktarsvæðinu en hún liggur að hluta til niðri og þarfnast lagfæringar. Þá má einnig sjá leyfar gamallar girðingar en ekki hefur verið hirt um að fjarlægja hana og þarfnast það úrbóta. Lagt er til að hvatning þess efnis verði send á Skógræktarfélögin eða þann sem ber ábyrgð á girðingunni. Ljót för eru einnig á svæðinu eftir bíl sem hefur keyrt upp hálsinn í votviðri.

 

Gangan endaði hjá gamla Fossárbænum um kl 16.30.

 

Rædd var nauðsyn þess að skoða Gíslagötu sem fyrst þar sem fremsti hluti hennar hverfur í lúpínu þegar líða tekur á sumar. Stefnt er á að fara þá leið í júní um leið og verkstjóri vinnuskólans hefur tekið til starfa og að viðkomandi verði þá með í för. Séra Gunnar Kristjánsson lýsti sig reiðubúinn að vera með í för hópnum til leiðbeiningar.
 

 

Gyða Björnsdóttir

Kristján Oddsson

Björn Hjaltason