Fara í efni

Umhverfisnefnd

2. fundur 09. ágúst 2018 kl. 16:30 - 19:00 Ásgarður
Nefndarmenn
  • Katrín Cýrusdóttir
  • Lárus Vilhjálmsson
  • Þorbjörg Skúladóttir
  • Finnur Pétursson varamaður
  • Karl Magnús Kristjánsson oddviti og varamaður í nefndinni.

 

  1. Farið var yfir erindisbréf nefndarinnar og komu tillögur að breytingum. Oddviti upplýsti að samræma ætti orðalag erindisbréfa hjá nefndum í hreppnum þar sem komið er inná rétt og skyldur nefndarmanna, ritun fundargerða og boðun funda.  Oddviti mun leggja fram endurskoðað erindisbréf á næsta fundi sem verður afgreitt til hreppsnefndar.
  2. Farið var yfir punkta úr vettvangsferð umhverfisnefndar sem var farin þann 1. ágúst. Nefndin kynnti sér sorpmál í hreppnum og heimsótti endurvinnsluplan þar sem rætt var við starfsmann og skoðaðar aðstæður og síðan var kíkt á gáma við sumarhúsahverfið við Norðurnes. Einnig var farið að Þórufossi, Meðalfellsvatni og Búðasandi þar sem var farið yfir skiltamál og ástand svæðanna. Ljóst er að taka þarf til hendinni á þessum svæðum í umhverfismálum. Lárus skýrði frá því að Magnús Þorkelsson fornleifafræðingur, sem gerði ýtarlega fornleifarannsókn á Búðarsandi á níunda áratug síðustu aldar, væri tilbúinn að fara með nefndinni í vettfangsferð um Búðarsand og segja frá rannsóknum sínum. Einnig var Kaffi Kjós heimsótt og kom í ljós að þar eru umhverfismál til fyrirmyndar og fékk nefndin góð ráð frá húsráðendum.
  3. Rædd voru mál sorphirðu og endurvinnsluplans. Nauðsynlegt er að setja merkingar á gáma á endurvinnsluplani, bæta öryggi við sorpgáma með því að setja þá saman og upp að bílaaðkeyrslu og setja upp eftirlitsmyndavél. Starfsmaður þyrfti einnig að vera merktur. Í nýju útboði þarf að gera ráð fyrir pressugámum á endurvinnsluplani og flokkunargámum við sumarhúsabyggðir. Athuga þarf gjaldskrá og innheimtu fyrir sorp í öðrum sveitarfélögum. Nýr vefur hreppsins þarf að vera með greinargóðar upplýsingar um flokkun sorps.
  4. Lárus skýrði frá ólöglegum fuglaveiðum við Hvalfjarðareyri og í mynni Laxárvogs um verslunarmannahelgina. Lögregla var kölluð til og fékk Lárus umboð nefndarinnar til að kæra brotin.
  5. Næsti fundur nefndarinnar verður haldin í september.

 

                Fleira ekki gert og fundi slitið  kl 19:00.