Fara í efni

Umhverfisnefnd

4. fundur 15. janúar 2019 kl. 17:00 - 19:00 Ásgarður
Nefndarmenn
  • Katrín Cýrusdóttir
  • Lárus Vilhjálmsson
  • Þorbjörg Skúladóttir
  • Einar Tönsberg varamaður
  • Karl Magnús Kristjánsson oddviti og varamaður í nefndinni

 

 

  1. Rætt var um hverfisgáma fyrir sumarbústaðasvæði og gáma fyrir Félagsgarð og Ásgarð og að nauðsynlegt væri að þeir væru með flokkunarmöguleikum fyrir pappír og plast. Fundarmenn sammála um að ræða þetta þegar fundað verður með gámafélögunum.
  2. Farið var aftur yfir minnisblað frá Karli Magnúsi oddvita um sorphreinsunarmál Kjósarhrepps. Nefndin var sammála um að unnið yrði áfram að þeim punktum sem þar koma fram um endurvinnsluplan og umhverfismál í hreppnum. Skoða ætti vel gjaldtöku fyrir losun á byggingarefnum og rúlluplasti þannig að trassaskapur eins eða tveggja aðila ylli ekki auknum kostnaði fyrir alla. Skoða þarf ástæðu fyrir óeðlilegum fjölda stórra raftækja á enduvinnsluplani.
  3. Menn voru menn sammála um að leita leiða til að ráða heimamann í lágu starfshlutfalli til að aðstoða starfsmann endurvinnsluplans og vinna önnur verkefni sem lúta að endurvinnslu og sorpmálum hreppsins. Samþykkt að gera verklýsingu fyrir starfinu og leita hófanna um að ráða heimamann.   
  4. Nefndin muni hitta í næstu viku, ásamt oddvita, aðila frá Gámaþjónustunni og Íslenska Gámafélaginu þar sem þeir munu kynna sína þjónustu og hugmyndir um hvernig hún gæti nýst íbúum Kjósarhrepps sem best.  
  5. Rætt var um að nauðsynlegt væri að hefja vinnu við skilti og merkingar við mikilvæga staði í Kjósarhreppi út frá náttúrufari og menningarsögu. Formanni var falið að koma á sameiginlegum fundi með viðburða og menningarmálanefnd til að hefja vinnu við þetta brýna mál. Athuga þyrfti ástand gönguleiða í hreppnum og tilvalið að leita samstarfs við þá sem hafa t.a.m. umsjón með Wapp appinu. Eins þyrfti að kanna aðkomu landslagsarkitekts og hönnuðar að gerð og hönnun viðkomustaða og upplýsingaskilta.
  6. Nefnd var sammála um að brýnt væri að gera áætlun sem fyrst um kostnað við umbætur við þá staði þar sem þörfin væri brýnust. T.a.m við Þórufoss, við Laxárbrú og gömlu Fossárréttina. Sækja þyrfti um stuðning við þetta úr Framkvæmdasjóði Ferðamannastaða.

 

  1. Næsti fundur nefndarinnar verður lok í janúar.  

 

                Fleira ekki gert og fundi slitið  kl 19:00.