Fara í efni

Umhverfisnefnd

5. fundur 25. janúar 2019 kl. 08:30 - 10:20 Ásgarður
Starfsmenn
  • Katrín Cýrusdóttir
  • Lárus Vilhjálmsson
  • Þorbjörg Skúladóttir
  • Karl Magnús Kristjánsson oddviti og varamaður í nefndinni.

 

  1. Byrjað var að funda með Birgi og Jóni frá Íslenska Gámafélaginu. Þeir töldu að besta leiðin til að upplýsa bæði íbúa og sumarhúsafólk um flokkun og sorpmál væri að funda með þeim og heimsækja. Einnig hefðu þeir gefið út greinargóða bæklinga í samvinnu við sveitarfélögin. Það hefði gefið góða raun í þeim sveitarfélögum sem þeir ynnu fyrir. Þeir sögðu einnig að ekkert mál væri að flokka plast, það færi í pappírstunnu. ÍG væri að flytja á Esjumela í nýtt húsnæði þar sem færi fram flokkun og auðveldara væri að þjónusta sveitarfélög og rekstraraðila í nágrenninu. Eins og Gámaþjónustan þá lögðu þeir til að rekstraraðilar sæju sjálfir um sínn sorpmál.
      
  2. Nefndin hitti einnig Arngrím og Hannes frá Gámaþjónustunni og rætt var um sorpmál hreppsins og hvernig mæti bæta sorphirðu og flokkun sorps á gámaplani, hjá íbúum og sumarhúsaeigendum. Það kom fram að þeir hjá Gámaþjónustunni hefði litla trú að kalla íbúa eða sumarhúsaeigendur til funda til kynningar og upplýsinga. Reynslan hjá þeim hafi sýnt að engin áhuga væri fyrir slíku. Töldu þeir að það væri áhrifameira ef nefndarfólk heimsótti bæi og héldu fundi sumarhúsaeiganda.  Varðandi flokkun þá töldu þeir best að setja plasttunnu í viðbót hjá íbúum til viðbótar við sorp- og pappírstunnu. Þeir sögðu einnig að ekkert mál væri að bæta merkingar á endurvinnsluplani í samvinnu við hreppinn. Eins lögðu þeir til að rekstraraðilar sæju sjálfir um sorphirðu hjá sér, þar með talið rúlluplast.

 

  1. Bæði gámafélögin voru sammála um að nauðsynlegt væri að auka flokkun sem mest. Gjald fyrir urðun sorps myndi aðeins hækka á næstu árum. Móttökustöðvar sorps í sveitarfélaginu væru því æ mikilvægari þáttur í að auka flokkun og halda kostnaði við sorphirðu niðri. Þau lögðu til að fjarlægja gáma frá sumarhúsasvæðum og beina dvalargestum á endurvinnsluplan. Það hefði verið gert t.a.m. í Bláskógabyggð og fleirri sveitarfélögum með stórar sumarhúsabyggðir og reynst vel til lengri tíma.

  2. Nefndin og gestir hennar áttu einnig góðar samræður um framtíð sorpmála og endurvinnslu almennt og þar komu fram margir góðir punktar fyrir umhverfisnefnd að vinna úr á næstunni.     

 

 

Fleira ekki gert og fundi slitið  kl 10:20
Lárus Vilhjálmsson, ritari nefndar