Fara í efni

Umhverfisnefnd

6. fundur 04. febrúar 2019 kl. 17:00 - 18:40 Ásgarður
Nefndarmenn
  • Katrín Cýrusdóttir
  • Lárus Vilhjálmsson
  • Þorbjörg Skúladóttir
  • Finnur Pétursson varamaður í nefndinni.

 

  1. Rætt var um erindi Finns til nefndarinnar um hvort að Kjósarhreppur ætti að hvetja stjórnvöld til að skoða vel hugmyndir Braga Más Valgeirssonar, Júlíusar Sólness og Stefáns Guðsteinssonar um verkefni sem þeir hafa unnið að og varðar byggingu sorporkustöðvar á norðanverðum Vestfjörðum. Finnur skýrði frá því að stöðin yrði byggð með nýjustu tækni og mundi uppfylla allar þær umhverfiskröfur sem gerðar eru til slíkrar starfsemi. Stöðin myndi henta vel á Vestfjörðum til rafmagnsframleiðslu á köldu svæði og nálægðar við góða höfn á Ísafirði. Sorp allsstaðar af landinu yrði flutt sjóleiðis í stöðina og myndi létta verulega á þörfinni á sorpurðun og ekki þyrfti að flytja út plastúrgang með ærnum tilkostnaði.

   

  1. Nefndinni leist vel á þessar hugmyndir og samþykkti að leggja eftirfarandi tillögu að ályktun fyrir hreppsnefnd sem yrði send Atvinnuvega og nýsköpunarsráðuneyti og Umhverfis og auðlindarárðuneyti:

„Hreppsnefnd Kjósarhrepps hvetur stjórnvöld til að styðja við hugmyndir um byggingu sorporkustöðvar á Vestfjörðum þar sem sorp frá öllu landinu yrði brennt til orkuvinnslu. Ljóst er að urðun sorps verður æ dýrari á næstu árum og jafnvel bönnuð og því nauðsynlegt að finna aðra umhverfisvænni og hagkvæmari valkosti.“

       

  1. Ákveðið var um að vinna að framtíðarsýn fyrir unhverfisnefnd og að hún setji sér ákveðin markmið og verkefni í umhverfismálum Kjósarhrepps og tímasetta aðgerðaáætlun.

 

  1. Ákveðið var að útbúa starfslýsingu fyrir tilsjónarmann endurvinnsluplans og umhverfismála í Kjósar til að leggja fyrir hreppsnefnd.

 

  1. Ákveðið var að stefna að því að endurbótum á endurvinnsluplani verði lokið fyrir 1. Apríl.

 

  1. Ákveðið var að heimsækja Hvalfjarðarsveit og Bláskógbyggð til að kynna sér stöðu umhverfis- og sorpmála hjá þeim. Katrín og Lárus ætla að undirbúa þær heimsóknir.

 

                Fleira ekki gert og fundi slitið  kl 18:40.

 

                        Lárus Vilhjálmsson, ritari