Fara í efni

Umhverfisnefnd

7. fundur 20. febrúar 2019 kl. 18:00 - 19:30 Félagsgarður
Nefndarmenn
  • Katrín Cýrusdóttir
  • Lárus Vilhjálmsson
  • Þorbjörg Skúladóttir
  • Finnur Pétursson varamaður í nefndinni
  • Einar Tönsberg Viðburða- og menningarnefnd
  • Guðbjörg R Jóhannesdóttir Viðburða- og menningarnefnd

 

  1. Rætt var um upplýsinga og fræðsluskilti innan hreppsins og voru allir sammála um að þau þyrftu að vera með góðum upplýsingum um náttúrufar, menningu og þjónustu. Setja þyrfti upp ný skilti við fjölfarna staði eins og t.a.m. Þórufoss og Laxárbrú og endurnýja gömul eins og við Maríuhöfn, Hvítárnes og Meðalfellsvatn.

 

  1. Katrín sagði frá góðum fundi hjá Sambandi Íslenskra Sveitarfélaga um Heimsmarkmið Sameinuðu Þjóðanna.Fundarmenn voru sammála því að nauðsynlegt væri að Kjosarhreppur tæki þátt í áframhaldandi vinnu sveitarfélaga í landinu í innleiðingu markmiðanna.

 

  1. Fundarmenn telja nauðsynlegt að útskot og áningarstaðir í hreppnum séu vel merktir fyrir ferðamenn í norðurljósaleit og náttúruskoðun og ákveðið var að óska eftir fundi með fulltrúum samgöngunefndar til að fara yfir þau mál. Gott samstarf og samráð þarf að hafa við landeigendur og íbúa sveitarfélagsins við skiltagerð og upplýsingar á skiltum.

 

  1. Velt var upp þeirri hugmynd hvort að leita ætti eftir samstarfi við Hvalfjarðarsveit um gerð skilta og uppbyggingu náttúru og menningarminja í botni Hvalfjarðar eins og t.a.m. í Brynju og Botnsdal og stríðsminjar. Ákveðið var að kanna þetta nánar.

 

                Fleira ekki gert og fundi slitið  kl 19:30.

 

                        Lárus Vilhjálmsson, ritari