Fara í efni

Umhverfisnefnd

8. fundur 26. febrúar 2019 kl. 14:00 - 16:00 Laugarvatn

Áttundi fundur var haldinn í Umhverfisnefnd Kjósarhrepps,

26.02.2019, kl:14:00

Fundarstaður: Laugarvatn

Mætt voru: Katrín Cýrusdóttir, Lárus Vilhjálmsson og Þorbjörg Skúladóttir aðalmenn. Á fundinn komu einnig Ásta Stefánsdóttir, sveitarstjóri Bláskógabyggðar og Bjarni D. Daníelsson, deildarstjóri Framkvæmdasviðs.

 

  1. Nefndin átti góðan og upplýsandi fund með  þeim Ástu og Bjarna um sorphirðumál Bláskógabyggðar. Það kom t.d. fram að sveitarfélagið leggur mikla áherslu á flokkun sorps því urðunarkostnaður almenns sorps hefur margfaldast. Leitast hefur verið við auka samstarf við félög sumarhúsaeigenda um aukna flokkun og. eins eru þau hvött til að sameinast um rotþrær.  Sveitarfélagið hyggur einnig á gjaldtöku fyrir grófan úrgang.  Bláskógabyggð er einnig í samstarfi við Flóahrepp og Grímsnes og Grafningshrepp um vinnslu á seyru sem er notuð í uppgræðslu í afréttum sveitarfélagnna og voru nefndarmenn afar hrifnir af því framtaki.

 

  1. Katrín skýrði frá því að nefndin myndi funda með fulltrúum frá Hvalfjarðarsveit þriðjudaginn 5. mars.

 

  1. Ákveðið var að hafa vinnufund þann 6 mars þar sem nefndin myndi móta tillögur til sveitarstjórnar um sorpmál og önnur mál sem nefndin hefur fjallað um á síðustu fundum.

 

                Fleira ekki gert og fundi slitið  kl 16:00.

 

                        Lárus Vilhjálmsson, ritari