Fara í efni

Umhverfisnefnd

9. fundur 04. mars 2019 kl. 13:00 - 15:00 Innrimelur 3 Hvalfjarðarsveit

Níundi fundur var haldinn í Umhverfisnefnd Kjósarhrepps,

4.03.2019, kl:13:00

Fundarstaður: Innrimelur 3 Hvalfjarðarsveit

 

Mætt voru: Katrín Cýrusdóttir, Lárus Vilhjálmsson og Þorbjörg Skúladóttir aðalmenn. Á fundinn komu einnig Daníel Ottesen, formaður Umhverfis og skipulagsnefndar Hvalfjarðarsveitar og Bogi Kristinn Magnusen, skipulags og umhverfisfulltrúi.

 

  1. Nefndin átti góðan og upplýsandi fund með  þeim Daníel og Boga um sorphirðu- og umhverfismál Hvalfjarðarsveitar. Það kom fram að sveitarfélagið leggur mikla áherslu á flokkun sorps og rekur nokkrar grenndarstöðvar í sveitarfélaginu og er að byggja nýtt gámasvæði við þéttbýlið. Það er einnig áhugi hjá Hvalfjarðarsveit um samstarf við Kjósarhrepp um upplýsingaskilti um áhugaverða staði og þjónustu við Hvalfjörðinn og var botn Hvalfjarðar og stríðsminjar nefndar í því samhengi.

 

  1. Ákveðið var að hafa vinnufund þann 6 mars þar sem nefndin myndi móta tillögur til sveitarstjórnar um sorpmál og önnur mál sem nefndin hefur fjallað um á síðustu fundum.

 

                Fleira ekki gert og fundi slitið  kl 15:00.

 

                        Lárus Vilhjálmsson, ritari