Fara í efni

Umhverfisnefnd

13. fundur 23. apríl 2019 kl. 17:00 - 18:30 Eldri-fundur

Umhverfisnefnd, fundur nr. 13

Dags. 23.4.2019, kl. 17:00

 

Þrettándi fundur var haldinn í Umhverfisnefnd Kjósarhrepps í Ásgarði,

Mætt voru: Katrín Cýrusdóttir og Þorbjörg Skúladóttir aðalmenn og Karl Magnús Kristjánsson oddviti og varamaður í nefndinni.

 

Nefndin ræddi ástandið á gámaplaninu og ákveðið var að koma upp merkingum á planinu sem allra fyrst og að tekið yrði til á planinu.

Ráða á umsjónarmann með planinu núna fyrir mánaðamót.

Tillaga kom um að unglingavinnan gæti unnið eitthvað á  gámaplaninu með Snorra í sumar.

Oddviti ætlar að sjá til þess að öryggismyndavél verði sett upp við planið.

 

Fundur verður haldinn með Gámaþjónustunni í Hafnafirði föstudaginn 26. apríl  og verður þá farið yfir skipulagið á planinu og sorphirðu við íbúðarhús.

 

Fundi slitið kl. 18:30

Katrín Cýrusdóttir, formaður.