Fara í efni

Umhverfisnefnd

15. fundur 27. maí 2019 kl. 17:00 - 19:30 Ásgarður
Nefndarmenn
  • Katrín Cýrusdóttir
  • Lárus Vilhjálmsson
  • Þorbjörg Skúladóttir
  • Karl Magnús Kristjánsson

1. Farið yfir tillögur Gámaþjónustunnar á breytingum á þjónustu við sorphirðu í Kjósarhreppi frá 8.5.2019.

Helstu niðurstöður og tillögur voru þessar:

1. Lagt er til við hreppsnefnd samið verði um tillögur að verðbreytingum sem fram voru lagðar í tillögunum.

2. Lagt er til að bæta við þriðja sorpílátinu fyrir söfun á plasti. Tillaga um fjölda losana samþykkt. Keyptar verði tunnur fyrir verkefnið. Áætlaður kostnaður er um 1.100.000 kr.

3. Nefndin mun skoða nánar mögulega flokkun á lífrænum úrgangi og/eða jarðgerð á lífrænum úrgangi. Nefnd mun hitta sérfræðing í jarðgerð og útbúa leiðbeiningar fyrir íbúa.

4. Ákveðið að gera tilraun með flokkun á úrgangi á völdum lokuðum sumarhúsasvæðum og meta í framhaldinu hvernig þessu verði háttað í framtíðinni.

5. Allri þjónustu varðandi aukagáma við móttöku á úrgangi frá byggingum, tiltektum o.fl. verði hætt og vísað á Gámaþjónustuna eða aðra aðila með sömu þjónustu.

6. Lagt er til að söfnum á heyrúlluplasti frá bæjum verði hætt. Viðkomandi skipti við söfnunarfyrirtæki beint eða skili plastinu samanbrotnu á gámastöðina á ákveðnum auglýstum tímum þar sem starfsmaður tekur á móti því.

7. Nefnd ætlar að heimsækja íbúa og sumarhúsafélög með upplýsingabækling og leiðbeiningum um sorphirðu og flokkun.

8. Gámaplani:

a. Nú þegar verði unnið að breytingum á planinu, sem verði komin í gagnið fyrir lok júní.
b. Útbúnar verða leiðbeiningar fyrir hvern efnisflokk með ljósmyndum ásamt greinargóðum merkingum fyrir hvern gám og ílát.
c. Gerður verður góður bæklingur sem fer í hvert íbúðar- og sumarhús.
d. Aflað verðu tilboða í bækling og merkingar á gámaplani miðað við að þær verði tilbúnar fyrir lok júní.
e. Settur verði niður móttökuaðstaða við á planið með ýtarlegum leiðbeiningum til þeirra sem koma að losa.
f. Sett verði upp eftirlitsmyndavél við planið.
g. Þjónusta á planinu og eftirlit með sumarhúsasvæðum og með förgum verði efld með starfsmanni sem muni styðja við núverandi starfsmann.

 

2. Kanna möguleika á því að fá unglinga í Vinnuskóla í afmörkuð verkefni í fegrun og snyrtingu á gámasvæðum og Gámaplani.

3. Umhverfisnefnd hefur mikinn áhuga á því að Kjósarhreppur taki þátt í vinnu Samtaka Íslenskra Sveitarfélaga um Heimsmarkmið Sameinuðu Þjóðanna. Formaður mun fylgja því eftir.

4. Samþykkt að hafa næsta fund föstudaginn 31 maí kl 9.00 með fulltrúa frá Gámaþjónustunni