Fara í efni

Umhverfisnefnd

16. fundur 22. júní 2019 kl. 12:00 - 13:20 Meðalfell
Nefndarmenn
  • Katrín Cýrusdóttir
  • Lárus Vilhjálmsson
  • Þorbjörg Skúladóttir
  • Karl Magnús Kristjánsson
Fundargerð ritaði: Lárus Vilhjálmsson

1. Farið yfir merkingar og staðsetningu flokkunargáma á gámaplani með teikningum frá Gámþjónustunni.

2. Samþykkt verðtilboð um merkingar, upplýsingaskilti og nýja stærri gám fyrir spilliefni og raftæki. Samþykkt að nota eldri gám fyrir nytjahluti. Samþykkt að fækka gámum fyrir heimilissorp úr 5 í 3.

3. Samþykkt að fjarlægja vinnuskúr af gámaplani og færa vaktskúr nær innkeyrslu.

4. Oddviti upplýsti að vegna skorts á tunnum í landinu gæti orðið bið á innleiðingu á flokkunartunnu fyrir plast.

5. Nefnd ákvað að skoða betur ýmsa kosti varðandi losun á lífrænum heimilisúrgangi.

6. Ákveðið að hitta stjórn sumarhúsafélags í Eilífsdal fljótlega vegna innleiðingar á flokkunargámum á svæðið.