Fara í efni

Umhverfisnefnd

17. fundur 22. október 2019 kl. 17:00 - 18:45 Ásgarður
Nefndarmenn
  • Katrín Cýrusdóttir formaður
  • Lárus Vilhjálmsson ritari
  • Þorbjörg Skúladóttir varaformaður
  • Karl Magnús Kristjánsson
Fundargerð ritaði: Lárus Vilhjálmsson
  1. Farið yfir stöðu sorpmála. Björn Hjaltason hefur tekið að hafa umsjón með vinnuskipulagi á gámaplaninu. Ætlunin er að styðja við og efla starfsmann á planinu. Lélegur langur  timburkofi hefur verið fjarlægður. Fjörutíu feta gámur er væntanlegur í staðinn fyrir spilliefni og minni raftæki. Minni gámurinn verður áfram á staðnum um tíma og notaður sem nytjagámur í tilraunaskyni. Rætt um móttöku ökutækja.  
  2. Von er á flokkunartunnum fyrir plast á heimili hreppsins fljótlega. Fyrst er ætlunin að kynna það á heimasíðunni og með bréfum inn á hvert heimili.
  3. Samþykkt hefja strax vinnu við  upplýsingabækling um flokkun og moltugerð. Fundarmenn voru sammála um að fylgja honum eftir með heimsóknum og upplýsingagjöf  til heimila.
  4. Umræður urðu um opnunartíma gámaplans og gjaldskrá. Það verður rætt nánar á næsta fundi. Gera þarf kröfur til eiganda frístundahúsa að þeir flokki úrgang samtímis því að við útvegum heppileg ílát þar sem hægt er að hafa þau á lokuðum svæðum.       .
  5. Umræður urðu um lífrænan úrgang og samþykkt að skoða nokkra kosti bæði með hliðsjón af kostnaði og aðgengi.
  6. Samþykkt að fylgja eftir skiltamálum á náttúru og ferðamannastöðum með sameiginlegum fundi umhverfisnefndar og viðburða og menningarnefndar í janúar.
  7. Karl Magnús sagði frá áformum Fossafélagisns um salerni við Fossá og lýstu fundarmenn mikilli ánægju með þau áform og lögðu til að hreppurinn aðstoðaði verkefnið eins og unnt væri.
  8. Lagt hefur verið til að fulltrúar hreppsins í samráðsvettvangi Sambands íslenskra sveitarfélaga um heimsmarkmiðin og loftlagsmál muni sjá um kynningu á heimsmarkmiðum Sameinuðu Þjóðanna, sérstaklega loftslagsmálunum. Fulltrúar hreppsins eru formaður umhverfisnefndar og Þórarinn Jónsson hreppsnefndarfulltrúi.
  9. Leita skal leiða til að fara á ársfund Umhverfisstofnunar þann 14. nóvember. Lárus kannar.
  10. Ákveðið var að næsti fundur verði 19. Nóvember.