Fara í efni

Umhverfisnefnd

18. fundur 19. nóvember 2019 kl. 17:30 - 18:30 Ásgarði
Nefndarmenn
  • Katrín Cýrusdóttir formaður
  • Lárus Vilhjálmsson ritari
  • Þorbjörg Skúladóttir meðstjórnandi
Fundargerð ritaði: Lárus Vilhjálmsson
  1. Flokkunarleiðbeiningar hafa verið send á heimili í hreppnum og er ætlun nefndarinnar að fylgja þeim eftir með heimsóknum nefndarmanna á nýju ári.
  2. Flokkunartunnur fyrir plast eru komnar og hefur þeim verið komið fyrir á gámaplani. Íbúar geta pantað tunnu fljótlega og verður hún flutt til þeirra.
  3. Varðandi lífrænan úrgang var nefnd sammála um að bíða með lífræna tunnu. Rætt um að bjóða íbúum að kaupa moltutunnur á góðu verði.
  4. Nefnd var sammála um að fyrirtæki og lögaðilar í hreppnum ættu að kappkosta að flokka úrgang. Hún var og sammála um að þessir aðilar ættu að sjá um sín sorpmál. Hreppurinn ætti að veita  leiðbeiningar og aðstoð.
  5. Ákveðið að næsti fundur verði í janúar.