Fara í efni

Umhverfisnefnd

19. fundur 08. apríl 2020 kl. 13:00 - 15:00 Ásgarði
Nefndarmenn
  • Nefndarmenn
  • Katrín Cýrusdóttir formaður
  • Lárus Vilhjálmsson ritari
  • Einar Tönsberg varamaður
  • Karl Magnús Kristjánsson varamaður
Fundargerð ritaði: Lárus Vilhjálmsson ritari
  1. Farið var yfir fréttatilkynningu sem samstarfsnefnd Markaðstofu Vesturlands, Kjósarhrepps, Hvalfjarðarsveitar og Akraneskaupstaðar ætlar að senda út til fjölmiðla vegna vinnu um gerð ferðaleiðar um Akranes og Hvalfjörð. Nefndarmenn voru sammála um efni tilkynningarinnar og fólu oddvita að setja hana einnig á vef Kjósarhrepps.
  2. Farið var yfir verkáætlun samstarfsnefndarinnar frá mars til september
  3. Í tengslum við hana voru ræddar hugmyndir um vænlega áningarstaði í Kjósarhreppi og sérstaklega þá staði sem þarfnast viðhalds og endurbóta. Voru nefndarmenn sammála um að ræða við landeigendur í vor og í sumar og vera með opinn borgarafund síðla sumars.  
  4. Ákveðið var að nefndin myndi vera með vinnufund í sumar.