Fara í efni

Umhverfisnefnd

22. fundur 03. september 2020 kl. 17:00 - 19:10 Ásgarður
Nefndarmenn
  • Katrín Cýrusdóttir formaður
  • Lárus Vilhjálmsson ritari
  • Þorbjörg Skúladóttir vara formaður
  • Einar Tönsberg formaður - Viðburða- og Menningarmálanefndar
  • Regína H. Guðbjörnsdóttir formaður - Samgöngu- og fjarskiptanefndar
Fundargerð ritaði: Lárus Vilhjálmsson Ritari

Efni fundarins

  1. ABC Áfangastaðakerfi.
    Farið var yfir og flokkaðir með ABC áfangastaðagreiningu 10 áfangastaðir  í Kjósarhreppi sem lentu efst í skoðanakönnun sem Markaðsstofa Vesturlands gerði meðal íbúa í hreppnum. Þeir eru flokkaðir eftir ABC greiningu þar sem A er áfangastaður sem er að öllu leyti tilbúin til að taka á móti gestum. B er áfangastaður sem er í þróun og uppbyggingu sem er ekki lokið og C er áfangastaður sem er ekki opin almenningi og innviðir verja ekki staðinn eða geta verið hættulegir.
    Flokkunin gekk vel og er ljóst að taka þarf til hendinni á mörgum stöðum.
    Samþykkt var að senda niðurstöður flokkunar til Thelmu Dögg Harðardóttur, verkefnastjóra áfangastaðaverkefna hjá Markaðsstofu Vesturlands.