Fara í efni

Umhverfisnefnd

23. fundur 20. október 2020 kl. 18:00 - 19:55 Ásgarður
Nefndarmenn
  • Katrín Cýrusdóttir formaður
  • Lárus Vilhjálmsson ritari
  • Þorbjörg Skúladóttir vara formaður
  • Karl Magnús Kristjánsson oddviti og varamaður
Fundargerð ritaði: Lárus Vilhjálmsson Ritari

Efni fundar

1. Umhverfisstefna Kjósarhrepps: Farið var yfir drög af umhverfisstefnu fyrir Kjósarhrepps og þær fínpússaðar í lokager

Afgreiðsla: Samþykkt var að leggja hana fyrir næsta fund hreppsnefndar.

2. Sorpmálin Tekin verður upp gjaldtaka á Gámaplani um leið og skilti með gjaldtökuflokkum og verðum verður sett upp. Unnið er að því að setja upp flokkunargáma við sumarhúsasvæðin.

3. Bæklingur um flokkun. Unnið er að honum í samstarfi við Terru og er hann væntanlegur fljótlega. Rætt var um förgun á lífrænum úrgangi og voru nefndarmenn sammála um að kynna ýmsar leiðir um förgun og nýtingu lífræns úrgangs fyrir hreppsbúum .

4. Skipun í starfshóp á vegum SSH: Umhverfisnefnd skipar Lárus Vilhjálmsson sem fulltrúa Kjósarhrepps í starfshóp, á vegum Sambands sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu, sem á að vinna að samræmingu úrgangsflokkunar á höfuðborgarsvæðinu.