Fara í efni

Umhverfisnefnd

25. fundur 02. febrúar 2021 kl. 17:00 - 19:10
Nefndarmenn
  • Katrín Cýrusdóttir formaður í Umhverfisnefnd
  • Einar Tönsberg formaður í Viðburða og Menningarmálanefnd
  • Lárus Vilhjálmsson ritari í Umhverfisnefnd
  • Guðný G. Ívarsdóttir varaformaður í Viðburða og Menningarmálanefnd
  • Guðbjörg Jóhannesdóttir ritari í Viðburða og Menningarmálanefnd
Fundargerð ritaði: Lárus Vilhjálmsson Ritari

Efni fundarins

1.    Samstarf við Vesturlandsstofu: Fundarmenn voru sammála um að skoða vel að fara i samstarf við Vesturlandsstofu í ferðamálum. Ekki verður séð á vefsíðu Höfuðborgarstofu, sem á að kynna áhugaverða staði fyrir ferðamenn á höfuðborgarsvæðinu, að Kjósin sé hluti af því. Eins hefur enn ekki verið gerð áfangastaðáætlun fyrir höfuðborgarsvæðið sem er nauðsynlegt fyrir umsóknir um stuðning úr framkvæmdasjóði ferðamála.

2.    Skiltamál: Farið var yfir myndir af skiltum í hreppnum. Það kom í ljós að það vantar á nokkrum stöðum bæjarskilti. Eins eru skilti með upplýsingum um menningar- og náttúruminjar illa farin. Nefndarmenn voru sammála um að bæta yrði úr þessu, setja bæjarskilti þar sem þau vantar og endurnýja skilti um náttúru- og menningarminjar.

3.    Kjósarstofa: Rætt var um tilurð og sögu Kjósarstofu sem er menningarfélag sem starfaði með krafti áður fyrr. Nefndarmenn hvöttu til að haldin yrði aðalfundur hjá félaginu og starfsemin efld á ný.