Fara í efni

Umhverfisnefnd

26. fundur 24. febrúar 2021 kl. 17:00 - 18:40 Ásgarði
Nefndarmenn
  • Katrín Cýrusdóttir formaður
  • Lárus Vilhjálmsson ritari
  • Þorbjörg Skúladóttir varaformaður
  • Karl Magnús Kristjánsson oddviti og varamaður
Fundargerð ritaði: Lárus Vilhjálmsson Ritari

Efni fundarins

1.    Skýrsla um samræmingu úrgangsflokkunar á höfuðborgarsvæðinu:
Lárus fór yfir skýrsluna og kynnti niðurstöðu/minnisblað starfshóps á vegum sveitarfélaganna. Fundarmenn voru sammála um að tillaga starfshópsins um tillhögun úrgangsflokkunar væri best út frá umhverfissjónarmiðum og lagaumhverfi en skoða mætti betur nýtingu lífúrgangs í moltugerð.  

2.    Staða umhverfismála í hreppnum:  
Ákveðið var á næsta fundi að fara yfir stöðu sorphirðu og flokkunar við sumarhúsasvæði, stöðu á gerð upplýsinga-bæklings og tillhögun á upplýsingamiðlun til íbúa og sumarhúsaeiganda.