Fara í efni

Umhverfisnefnd

27. fundur 29. mars 2021 kl. 14:00 - 15:30 Ásgarði
Nefndarmenn
  • Katrín Cýrusdóttir formaður
  • Lárus Vilhjálmsson ritari
  • Þorbjörg Skúladóttir varaformaður
  • Karl Magnús Kristjánsson oddviti
Fundargerð ritaði: Karl Magnús Kristjánsson oddviti

Lárus Vilhjálmsson, ritari, sat fundinn með fjarfundabúnaði.

Dagskrá

1. Staðan á bæklingum um flokkun úrgangs. 
Formaður hefur rætt við Terru sem mun aðstoða við að útbúa bækling.

2. Staðan á grenndarstöðvum við sumarbústaði.
Formaður og oddviti greindu frá fundi með Terru þar sem farið var yfir skipulagningu á grenndarstöðvum sem hafa verið settar upp í Grímsnes- og Grafningshreppi. Þessar stöðvar eru á opnum svæðum þannig að aðrir en þeir sem búa utan orlofshúsahverfanna geti nýtt sér stöðvarnar. Þetta fyrirkomulag hefur gengið vel og mikil ánægja meðal allra orlofshúsaeigenda með það. Leiga og losun stöðvanna er meiri en núverandi fyrirkomulagi en útgjöld við losun úrgangs er minni. Þar verði einnig hafðar tunnur fyrir lífrænan úrgang.

Afgreiðsla: 
Nefndin leggur til að hreppsnefnd hemili að farið verði í gerð samnings við Terru um uppsetningu þriggja grenndarstöðva. Jafnfram er lagt til að til að byrja með verði settar tunnur fyrir lífrænan úrgang meðan ekki er búið að koma því í annan farveg.

3. Tilboð í moltutunnur.
Nefndin hefur enn það markmið að stefnt verði að allir íbúar og orlofshúsaeigendur fari í moltu/jarðvegsgerð. Terra er að undirbúa tilboð í moltutunnar. 

4. Námskeið í notkun moltutunna.
Stefnt er á að bjóða upp á námskeið um verkefnið í vor eða í byrjun sumars.

5. Staðan á heyrúlluplastinu.
Oddviti upplýsti að Terra er farin að flokka heyrúlluplast á starfsstöð sinni í Hafnarfirði og sendir síðan plastið í úrvinnslu í Hveragerði. Upplýst var af Terra að oft sé um 60-70 prósent þess sem losað er úr gámum bænda skilahæft í endurvinnslu.

6. Erindi frá hreppsnefnd varðandi lausagöngu búfjár.
Í 14. lið á fundi hreppsnefndar 3. mars sl var erindi Káranesi ehf.  vísað til umhverfisnefndar. Erindið varðaði tillögu um að öll takmörkun á lausagöngu búfjar verði afnumin meðan bann við lausagöngu varðar ekki sauðfé.

Afgreiðsla: 
Nefndin samþykkti að ljúka málinu með aukafundi næstkomandi miðvikudag.