Fara í efni

Umhverfisnefnd

29. fundur 23. júní 2021 kl. 17:00 - 19:00 Ásgarður
Nefndarmenn
  • Katrín Cýrusdóttir formaður
  • Lárus Vilhjálmsson ritari
  • Karl Magnús Kristjánsson oddviti varamaður
Fundargerð ritaði: Lárus Vilhjálmsson Ritari

Dagskrá.

  1. Farið var yfir stöðu sorpmála á sumarhúsasvæðum. Fljótlega verður farið í að ganga frá grenndarstöðvum við sumarhúsasvæði. Þar verða söfnunargámar fyrir plast, pappír, lífúrgang og almennt sorp. Oddviti lagði fram drög af skilti sem verður á stöðvunum. Það þarf að leggja áherslu á að upplýsingaskilti á grenndarstöðvunum sýni sérstaklega t.a.m hvaða plastefni fara í söfnunargám. Þau þurfa einnig að vera á nokkrum tungumálum, eins og t.a.m. ensku og pólsku. Eins þurfa upplýsingar á vefsíðu hreppsins að vera ítarlegar. Unnið verður að þessu í samstarfi við Terru.    
  2. Lárus fór yfir vinnu samstarfshóps sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu um samræmingu úrgangsflokkunar og sagði frá því að unnið sé að því að ráða verkefnastjóra sem myndi leiða innleiðingu samræmingar með samstarfshópnum.
  3. Rætt var um flokkun lífúrgangs í hreppnum og voru nefndarmenn sammála um að hvetja íbúa og sumarhúsafólk að til að nýta hann til moltugerðar með því að bjóða upp á ílát til moltugerðar á vægu verði og standa að námskeiði í moltugerð.

Afgreiðsla.
Umhverfisnefnd leggur til við hreppsnefnd að leitað verði tilboða í ílát til moltugerðar sem hægt er bjóða íbúum og sumarhúsaeigendum upp á hagstlæðu verði og efna til námskeiðs í moltugerð í ágúst.