Fara í efni

Umhverfisnefnd

31. fundur 17. mars 2022 kl. 18:00 - 19:00 Ásgarður
Nefndarmenn
 • Katrín Cýrusdóttir formaður
 • Lárus Vilhjálmsson ritari
 • Þorbjörg Skúladóttir meðstjórnandi
Starfsmenn
 • Karl Magnús Kristjánsson oddviti
Fundargerð ritaði: Lárus Vilhjálmsson Ritari

Lárus Vilhjálmsson sat fundinn í fjarfundabúnaði. 

Dagskrá

 1. Fjallað var um beiðni heilbrigðiseftirlits Vesturlands um umsókn fyrirtækisins Lokinhamra um ræktun á Beltisþara í Hvalfirði.
  Nefndarmenn voru sammála um að kalla eftir upplýsingum um eftirfarandi atriði. Hvaða mannvirki verða sett i sjó og sýnileiki þeirra? Fylgir ræktuninni mengun sem berst í lífríki fjarðarins? Er staðsetning ræktunar innan marka jarða og ef svo er hefur verið haft samband við landeigendur og leitað eftir afstöðu þeirra? Er staðsetning 60 faðma frá stórstraumsfjörumáli? Hversu umfangsmikil verður umferð báta við ræktunina? Þarf að byggja bryggjur eða önnur mannvirki fyrir starfsemina? Hefur starfsemin einhver áhrif á laxveiðiár í firðinum, laxastofna eða göngur laxfiska? Fer úrvinnsla afurða úr Beltisþaranum og/eða önnur starfsemi fyrirtækisins fram í Kjósarhreppi?  
    
 2. Farið var yfir stöðu á grenndar-og flokkunarstöðvum við sumarhúsasvæði í samstarfi við Terru.
  Eftir smá byrjunarvandamál gengur flokkun mjög vel. Ílát fyrir lífræna flokkun verða sett upp fljótlega og merkingar sem byggja á vinnu starfshóps um samræmda flokkun sorps á höfuðborgarsvæðinu verða settar um leið og þær eru tilbúnar í byrjun apríl.      

 3. Rætt var um að bjóða íbúum  moltutunnu til kaupa um leið og kynningar á samræmdri flokkun á höfuðborgarsvæðinu hefjast.
  Þeim sem kaupa mun standa til boða að fá kennslu í moltugerð.   

 4. Rætt var um nýja gáma á endurvinnsluplaninu við Hurðarbaksholt.
  Reynslan af þeim er ekki góð og erfitt að koma bæði húsasorpi og plasti í nýju gámana. Oddvita var falið að ræða við Terru um að koma þessu í lag