Fara í efni

Umhverfisnefnd

105. fundur 25. júlí 2006 kl. 10:07 - 10:07 Eldri-fundur

1. fundur Umhverfis- og ferðamálanefnd

25. júlí 2006, Félagsgarði. Ný umhverfis- og ferðamálanefnd tók til starfa. Auk nefndarinnar sat Sigurbjörn Hjaltason oddviti fundinn.

1. Kosning formanns, Aðalheiður Birna Einarsdóttir, Hjalla.
Varaformanns, Ólafur Jónsson, Berjalandi.
Ritara Katrín Cýrusdóttir, Kiðafelli III.
Meðstjórnendur, Bergþóra Andrésdóttir, Kiðafelli II og Hulda Þorsteinsdóttir, Eilífsdal.

2. Birna og Hulda komu nýjum nefndarmönnum inn í starf nefndarinnar og verkefni síðustu nefndar.

3. Birna lagði til að nefndarmenn kynntu sér Erindisbréf fyrir umhverfisnefnd Kjósarhrepps (umboð, hlutverk og starfshætti) og samþykkt varðandi umgengni um lóðir og lendur í Klósarhrepp fyrir næsta fund. Á næsta fundi þarf að fara yfir þetta og samþykkja.

4. Birna benti á að í 2. gr. Í erindisbréfinu komi fram að nefndin skuli stuðla að merkingu og kynningu á náttúruminjum svo og þeim stöðum öðrum sem hafa útivistar gildi eða sögulegt gildi. Síðasta nefnd lagði áherslu á að merkja fyrst sveitarfélagið, vegvísana og bæjarnöfnin áður en að þessu kæmi. Til er skýrsla um horfin eyðibýli í Kjósinni sem unnin var á síðasta kjörtímabili af umhverfis- og ferðamálanefnd.

5. Birna lagði til að nefndin kynnti sér Staðaldagskrá 21 hjá Sambandi íslenskra sveitafélaga með það að markmiði að taka þátt í þessu verkefni.

6. Oddviti kynnti áætlun um að sorptunnum verði dreift á hvern bæ í ágúst.

7. Oddviti kynnti fyrir nefndinni starf vinnuskólans og hvaða hugmyndir og þörf væri á endurbótum og viðhaldi á lóðinni við Félagsgarð.