Fara í efni

Umhverfisnefnd

106. fundur 03. september 2006 kl. 10:08 - 10:08 Eldri-fundur

2. fundur Umhverfis og ferðamálanefndar 3. sept. 2006, Kaffi Kjós.

Lagt var fram bréf frá Huldu Þorsteinsdóttur þar sem hún sagði sig úr nefndinni. Í hennar stað kemur Unnur Sigfúsdóttir á Eyri.

1. Farið var yfir erindisbréfið og það samþykkt af nefndinni og leggur hún það fram til sveitarstjórnar.

2. Nefndin leggur til við sveitarstjórn að gerast formlegur aðili að Staðaldagskrá 21.

3. Lagt var fram bréf frá Sögumiðlun ehf. (Ólafi Engilbertssyni) um Maríuhátíð í Maríuhöfn. Samþykkt að fela Bergþóru málið.

4. Kvartanir hafa borist um númerslausan bíl sem stendur við mynni Eyjadals í óskiptu landi. Nefndin hefur ákveðið að senda málið til heilbrigðisfulltrúa.

5. Aðalskipulag rætt. Samþykkt að formaður útvegaði nefndarmönnum greinargerðina, þar sem þeir gætu kynnt sér hana fyrir næsta fund.

6. Breytingar og viðhald á vegvísum og bæjarskiltum.  Samþykkt að formaður kynnti sér málið hjá  Vegagerð Ríkisins.

7. Næsti fundur var ákveðinn 26.sept kl. 21.

Katrín Cýrusdóttir
Aðalheiður Birna Einarsdóttir Bergþóra Andrésdóttir Ólafur Jónsson