Fara í efni

Umhverfisnefnd

108. fundur 24. október 2006 kl. 10:08 - 10:08 Eldri-fundur

4.fundur Umhverfis- og ferðamálanefndar

24. október 2006 í Ásgarði kl. 18,00.

1. Kynning á fundum sem Birna sat fyrir hönd nefndarinnar:

10.október fundur með Vegagerð ríkisins og orkunefnd Kjósarhrepps.
Tengiliður nefndarinnar hjá vegagerð ríkisins verður Bjarni Jóhannssen í Borganesi.
18.október fundur með Arnheiði Hjörleifsdóttur Verkefnisstjóra Staðaldagskrá 21 og Sigurbirni Hjaltasyni, oddvita Kjósarhrepps.
Nefndarmenn óskar eftir fundi með Arnheiði Hjörleifsdóttur, formanni falið að koma þeim fundi á.
14.október “Mennig , spenning” ráðstefna að Bifröst í Borgarfirði, Bergþóra og Birna sóttu ráðstefnuna og sögðu frá henni.

2. Stefnumótandi hugmyndir fyrir fjárhagsáætlun næstu fjögur árin.
Samþykkt að leggja áherslu á kort af Kjósinni og áningastaði.

3. Kortamál rædd og ákveðið að skoða útfærslur og kostnað.

4. Samkvæmt bókun sveitarstjórnar frá 5.okt. var samþykkt að sveitarfélagið sjái áfram um bæjarmerkingar og útbúi upplýsingarskilti. Umhverfis- og ferðamálanefnd haldi áfram utan um verkefnið.

5. Samvinna í ferðamálum rædd og ákveðið að nefndarmenn kynntu sér Höfuðborgarstofu og starfsemi ferðamálafulltrúa vesturlands.

6. Lögð voru fram drög að samþykkt fyrir söfnun, förgun, mótöku og flokkun sorps í Kjósarhreppi. Samþykkt að nefndarmenn kynntu sér þau mál fyrir næsta fund.
Formaður lagði fram ýmis kynningarrit frá Sorpu.
Formanni falið að koma á fundi með Gyðu S. Björnsdóttur kynningar og fræðslufulltrúa hjá Sorpu.

7. Verksmiðjumál í Hvalfirði rædd og eftirfarandi ályktun samþykkt:

Umhverfis - og ferðamálanefnd Kjósarhrepps lýsir yfir undrun sinni á ýtrekuðum fréttaflutningi af fyrirhuguðum verksmiðjubyggingum á Grundartanga í Hvalfirði.

Mótmælir nefndin fyrirhuguðum framkvæmdum og hvetur fólk á þessu svæði, sem og annarstaðar til að taka höndum saman og stöðva þessa slæmu þróun. Með því að gera einn fallegasta fjörð landsins að allsherjar iðnaðarsvæði er verið að taka óþarfa áhættu á röskun dýralífs, flóru og mannlífs á svæðinu.

 

Katrín Cýrusdóttir
Aðalheiður Birna Einarsdóttir
Bergþóra Andrésdóttir
Ólafur Jónsson
Unnur Sigfúsdóttir