Fara í efni

Umhverfisnefnd

109. fundur 21. nóvember 2006 kl. 10:09 - 10:09 Eldri-fundur

5.fundur Umhverfis- og ferðamálanefndar

21. nóvember 2006 í Ásgarði kl. 18,00.

1. Sorpmál:
Gyða S. Björnsdóttir, kynningar- og fræðslufulltrúi Sorpu. Farið yfir fyrirkomulag á sorphirðu í Kjósarhreppi.

Tillaga til sveitarstjórar: Lagt er til að Gyða S. Björnsdóttir verði fenginn til að hanna upplýsingarbækling um sorphirðu Kjósarhrepps.

2. Lögð fram samþykkt fyrir söfnun, förgun, mótöku og flokkun sorps í Kjósarhreppi og hún samþykkt.
Lagðar fram “upplýsingar til íbúa Kjósarhrepp um fyrirkomulag sorphirðu og stefnumörkun sveitarstjórnar.” Nefndin leggur til að endurskoðaður verði textinn “Markmið sveitarstjórnar Kjósarhrepps” og hann gerður skýrari.

3. Kynning á fundum sem Birna og Bergþóra sátu fyrir hönd nefndarinnar:
• 10. nóvember Ársfundur náttúruverndarnefnda og umhverfisstofnunar.
• 15. nóvember vinnufundur, samvinna í ferðamálum suður – vestur.
• 16. nóvember Ferðamálaráðstefna sem Birna sat.

4. Kjósarkort: Samþykkt að hefja undirbúning að Kjósarkorti og leita tilboða í kortagerðina fyrir næsta fund. Næsti fundur ákveðinn 23. janúar kl. 18:00.

Katrín Cýrusdóttir
Aðalheiður Birna Einarsdóttir
Bergþóra Andrésdóttir
Ólafur Jónsson
Unnur Sigfúsdóttir

.............................