Fara í efni

Umhverfisnefnd

115. fundur 12. júní 2003 kl. 10:11 - 10:11 Eldri-fundur
Umhverfis- og ferðamálanefnd Kjósarhrepps

6.fundur . Opinn fundur í Félagsgarði 12.júní 2003


35.gestir mættir.

1. Hulda Þorsteinsdóttir setti fund og skýrði tildrög og ástæður fyrir þessum fundi. Jafnframt skýrði hún frá því hvað Umhverfisnefnd hefur verið að sýsla síðustu misserin. Fundarstjóri var kosin Birna Einarsdóttir og fundarritari Kristján Oddsson.

2. Átaksverkefnið "Fegurri Sveitir " Ragnhildur Sigurðardóttir verkefnistjóri skýrði frá gangi verkefnisins. Skýrði hún í stuttu máli út á hvað verkefnið gengur þ.e.a.s. hvetja bændur og aðra í sveitum landsins til að hreinsa til á sveitabæjum, laga frárennslismál , mála húsin, henda ónýtu rusli, fjarlægja gamlar girðingar, koma spilliefnum á rétta staði flokka sorp og fl. Unnið hefur verið að þessu verkefni út um landið síðustu 3.ár.

3. Staðardagsskrá 21, Stefán Gíslason verkefnisstjóri. Spilliefnagjald verður sett á rúlluplast 1.janúar 2004. Staðardagskrárverkefnið byggir á Rióráðstefnunni 1992 svokallaðri Dagskrá 21 um sjálfbæra þróun. Staðardagskrá er áætlun um velferð fyrir komandi kynslóðir. Staðardagskrá fjallar einnnig um lífsgæði og er áætlun um það.

4. Hönnun hitaveitu í Kjósarhrepp. Fulltrúi Orkuveitu Reykjavíkur Jakob Friðriksson gerði grein fyrir hagkvæmnisathugun á hitaveitu í Kjós . Í ljós kom að ekki sé hagkvæmt að leggja hitaveitu í Kjós.

5.
Heimasíða Kjósarhrepps. Örn Viðar skýrði frá heimasíðu hreppsins sem hann hefur verið ráðin til af hreppnum til að sjá um.

6. Aðalskipulag Kjósarhrepps. Guðmundur Davíðsson kynnti hugmyndir um gerð aðalskipulags fyrir Kjósarhrepp. Samið hefur verið við Landlínur um gerð skipulagsins og mun það kosta um 2.200.000- kr.

7. Flokkun vatna. Anna Björk Sveinsdóttir greindi frá flokkun vatna þar sem gerð var ransókn á vatnasvæðum í Kjósarhrepp.

Kristján Oddsson