Fara í efni

Veitunefnd

481. fundur 26. júní 2014 kl. 13:21 - 13:21 Eldri-fundur

Veitunefnd Kjósarhrepps, fundur nr. 1

Dags. 26.6.2014

Í Ásgarði, kl. 16:00

 

Mættir nefndarmenn:
Einar Guðbjörnsson (EG), Óðinn Elísson (ÓE), Jón Gíslason (JG), Sigurður Ásgeirsson (SÁ) og Jóhanna Hreinsdóttir (JH).

Auk þess: Sigríður Klara Árnadóttir (SKÁ) sem er starfsmaður nefndarinnar og ritari.

 

Á síðasta sveitarstjórnarfundi, þann 24.júní sl. voru eftirtaldir skipaðir í Veitunefnd
Aðalmenn:
Einar Guðbjörnsson –Blönduholti
Óðinn Elísson -Klörustöðum
Jón Gíslason -Hálsi
Sigurður Ásgeirsson  -Hrosshóli
Jóhanna Hreinsdóttir -Káraneskoti

Varamenn:
1.Pétur Guðjónsson -Bæ
2.Eva B. Friðjónsdóttir –Hömrum  2 , Eilífsdal
3.Rebekka Kristjánsdóttir -Stekkjarhóli
4.Dóra Sigrún Gunnarsdóttir –Hækingsdal II
5.Brynjar Þór Birgisson -Ingunnarstöðum

Dagskrá 1. fundar

1.    Kosning formanns og varaformanns
Afgreiðsla: Sigurður Ásgeirsson, formaður. Einar Guðbjörnsson, varaformaður.

 

2.    Finna hentugan fundartíma
Afgreiðsla: ekki þörf á föstum fundartíma, til að byrja með. Fundir verða í tengslum við gögn sem berast nefndinni og ákvarðanatökur.

 

3.    Drögað erindisbréfi fyrir nefndina þar sem m.a. er farið yfir hlutverk nefndarinnar, markmið og skyldur nefndarmanna.
Athugasemdir: Bréf lesið upp og drög kynnt nefndarmönnum

 

4.    Staða mála frá fyrri Samgöngu- og fjarskiptanefnd, gróflega reifað
Sigurður Ásgeirsson (SÁ) formaður fyrri Samgöngu- og fjarskiptanefndar tók saman: Aukin óánægja er með netið, hraðinn hefur víðast hvar um sveitina  verið að detta niður og sífellt að rofna samband. 365 Miðlar hafa yfirtekið Emax og lítið um svör þar innanhúss þessa dagana. SÁ hefur verið í stöðugu sambandi við aðila varðandi netið. GSM-samband hefur versnað, búið er að hafa samband  bæði við Símann og Vodafone, aðilar þar lofuðu að skoða málið nánar.
Malbika á veginn frá Hjalla að Hvassnesi á næstu dögum. Malbikun á Kjósarskarði er komin á dagskrá næsta sumar, 2015. Búið er að gera átak í að skipta um ræsi hjá Vegagerðinni enda veitti ekki af. Út frá umferðaröryggi er mikilvægt að hafa vegi í góðu ástandi því Kjósarskarðsvegur er varaleið fyrir Þjóðveg 1. Skoða þarf gróður við akvegi í Kjósinni út frá öryggissjónarmiði.

 

 

5.    Staða mála frá fyrri Orkunefnd, gróflega reifað

Einar Guðbjörnsson (EG) formaður fyrri Orkunefndar tók saman:
Efnamælingar standa yfir, skýrslu að vænta í byrjun júlí. Bráðabirgða niðurstöður benda til þess að hægt verði að blanda saman úr holunum, þannig að nægt vatnsmagn er fyrir hendi.
Gamla holan gefur núna ca 7 l/s, en gefur 20 l/s með dælingu. Nýja holan gefur ca 25 l/s í sjálfrennsli, sem dugar fyrir notkun 8-9 mánuðu á ári.
Úlfar, hönnuður og ráðgjafi, telur að ekki væri að vænta hækkunar á kostnaði á rörum og pípum frá því kostnaðaráætlun var gerð 2013, frekar væri lækkun á kostnaði. Búið er að skrúfa fyrir nýju holuna til hálfs vegna rennsli frá henni út í Laxá.
Allt lítur vel út varðandi vatnsmagn og hita. Næstu skref eru að fá fagaðila (Úlfar Harðarson ráðgjafa, Þórólf H. Hafstað ISOR og Kristján Sæmundsson ISOR) á fund til að fá á hreint hvað við erum með í höndunum til að nýta til orkusölu. Samhliða þarf að fara í bindandi könnun varðandi notendur til að átta sig á stærð kaupendahópsins og staðsetningu.
Stofna þarf formlega Hitaveitu Kjósarhrepps og ákveða í framhaldinu eignarhald.
Setja þarf inn nýjar forsendur í fyrri viðskiptaáætlun. Ganga þarf í það að leita að styrkjum og fjárhagsaðstoð varðandi verkefnið.

 

 

Fundi slitið: kl. 17:16

Sigríður Klara Árnadóttir