Fara í efni

Veitunefnd

496. fundur 17. september 2014 kl. 12:06 - 12:06 Eldri-fundur

Veitunefnd Kjósarhrepps, fundur nr. 3

Dags: 17.september 2014

Í Ásgarði, kl. 15:30

 

Mættir nefndarmenn:
Sigurður Ásgeirsson (SÁ) formaður, Einar Guðbjörnsson (EG) varaformaður, Óðinn Elísson (ÓE), Jón Gíslason (JG) og Pétur Guðjónsson (PG).

Sigríður Klara Árnadóttir (SKÁ) starfsmaður nefndarinnar og ritari.

Jóhanna Hreinsdóttir (JH) boðaði forföll og því var 1.varamaður Pétur Guðjónsson (PG) boðaður

 

Dagskrá fundar

1.    Samgöngumál

·         Hreppsnefnd hefur vísað til nefndarinnar beiðni varðandi gangbrautir/ hraðahindranir yfir veg nr. 461, Meðalfellsveg. Á kaflanum frá Kaffi Kjós áleiðis að Meðalfelli.
Afgreiðsla: Hraðahindranir og gangbrautir leysa að mati nefndarinnar ekki vandamál varðandi hraðakstur í gegnum þennan vegakafla. Vandamálið liggur frekar í að þarna er eldri byggð sem liggur alveg upp að veginum með ógrynni tenginga inn á veginn og slæmri yfirsýn. Komin eru ljósaskilti og merkingar á veginn. Vinna þarf betur göngustíginn sem kominn er meðfram veginum frá Kaffi Kjós að Fagralandi. Auk þess að beina því til Vegagerðarinnar að klippa til gróðurinn meðfram veginum, á veghelgunarsvæði þeirra.

·         Samantekt frá Vegagerðinni á þeim verkum sem lokið er á árinu.
Afgreiðsla: Lagt fram til upplýsingar. Hefur núþegar verið birt á www.kjos.is

·         Kvartanir vegna ástands vegar nr. 48, Kjósarskarðsvegar og fyrirhugaðar aðgerðir.
Afgreiðsla: Kjósarskarðsvegur var orðinn afleitur, með ógrynni af djúpum og „hörðum“ holum. Vegagerðin hóf vinnu við veginn sl. mánudag (15.sept). Búið er að hefla skarðið og verið er að bera ofaní veginn.
Haldið verður áfram að þrýsta á nauðsyn þess að malbika Kjósarskarð þar sem þetta er varaleið fyrir Kjalarnesið og mikið keyrt m.a. talsvert um þungaflutninga.
Auk þess var rætt um ástand fleiri vega í Kjósinni, s.s. veginn í kringum Eyrarfjall.

 

2.    Fjarskiptamál

·         Tvær kærur hafa verið sendar til Póst- og fjarskiptastofnunar varðandi lélegt símasamband (talsími) og farsímasamband (gsm)
Afgreiðsla: Svar hefur borist varðandi kvörtun á lélegu farsímasamband á Kjósarskarðsvegi og í kringum bæi í framsveitinni. Stofnunin telur að sviðsstyrkur svæðisins uppfylli þær lágmarkskröfur sem þar hafa verið settar og ekki sé um stór svæði að ræða sem eru án merkis(sambands). Óskað verður eftir að Póst- og fjar upplýsi hverjar lágmarkskröfur eru og einstaklingar verða kvattir eftirleiðis að senda inn formlegar kvartanir til að fá betri svör. Ekki er komið svar varðandi talsímann.

·         Kvartanir hafa borist vegna netsambands sem hefur verið óvenju lélegt í Kjósarhreppi að undanförnu. Fyrirtækið Emax er komið undir 365 miðla og heitir í dag „365 Lofthraði“.
Afgreiðsla: Misslæmt milli daga og svæða. Finna þarf út hvaða sendar eru að virka vel og hverja þarf að yfirfara. Ákveðið að SKÁ sjái um símakönnun á upplifun íbúa Kjósarhrepps, varðandi heimasíma, net- og gsm-samband.

 

3.    Hitaveitumál

·         Staða og næstu skref varðandi hitaveitu í Kjósarhreppi.
Afgreiðsla: Ljóst er að búið er að finna nóg af vatni og gæði vatnsins góð í þessum tveim borholum í landi Möðruvalla. Næsti vetur fer í frekari undirbúning, enda mikil framkvæmd og fjárfrek.
Ræddar voru aðferðir til að kynna málið fyrir íbúum og sumarhúsaeigendum.
Umsókn um nýtingarleyfi er í vinnslu hjá SKÁ og verður sent til Orkustofnunar um leið og hún er tilbúin.
Samhliða á að undibúa og framkvæma útboð fyrir hönnun hitaveitunnar sjálfrar, lagnaleiða hitaveituröra og dælustöðva. Ræddar voru hinar ýmsu lagnaleiðir innan áætlaðs hitaveitusvæðis og ákveðið að láta í leiðinni teikna hitaveitulagnir frá Hvammsvík, inn á gögnin sem send verða til Skipulagsstofnunar vegna breytinga á aðalskipulagi Kjósarhrepps. Framkvæmdin er tilkynningarskyld skv. lögum um mat á umhverfisáhrifum.
Gert er ráð fyrir að ljósleiðari verði lagður samhliða. SKÁ falið að leita upplýsinga hjá Mílu.

 

Fundi slitið: kl. 17:50

Sigríður Klara Árnadóttir