Fara í efni

Veitunefnd

516. fundur 21. apríl 2015 kl. 10:01 - 10:01 Eldri-fundur

Veitunefnd Kjósarhrepps, fundur nr. 5

Dags: 21. apríl 2015

Í Ásgarði, kl. 16
  

Mættir nefndarmenn:
Sigurður Ásgeirsson (SÁ) formaður, Jóhanna Hreinsdóttir (JH), Óðinn Elísson (ÓE) og Einar Guðbjörnsson (EG)  

Sigríður Klara Árnadóttir (SKÁ) starfsmaður nefndarinnar og ritari

 

Dagskrá fundar

1.    Staða hitaveitumála

a.    Búið að stofna einkahlutafélag um framkvæmdina; Kjósarveitur ehf og semja við Stoð-Verkfræðistofu ehf að fullklára forhönnun

b.    Fyrirliggur eftirfarandi verkáætlun:

                                  i.    Maí 2015: Forhönnun og kostnaðaráætlun lokið. Ákvörðun tekin hvort fara eigi í framkvæmdirnar.
Ef haldið áfram þá eru næstu skref:

                                ii.    Júní 2015: Kostnaðaráætlun og verðskrá kynnt, hugsanlegar fjármögnunarleiðir

                               iii.    September 2015: Staðfest þátttaka notenda

                               iv.    Nóvember 2015: Lokið við fullhönnun, útboðsgögn efnis tilbúin, útboð efnis auglýst á EES

                                v.    Janúar 2016: Lokið við útboðsgögn fyrir vinnulið og boðið út

                               vi.    Febrúar 2016: Val á tilboðum, samningum lokið

                              vii.    Apríl 2016: Verk hafið upp úr miðjum mánuði

c.    Hitaveitukerfi lagt á 3 árum: 2016 – 2018

 

2.    Staða fjarskiptamála

a.    Ljósleiðaravæðing
Nefndarmenn fengu eintak af skýrslu innanríkisráðuneytis: Ísland ljóstengt

b.    Lagning ljósleiðara samhliða hitaveitukefi rædd

 

3.    Staða samgöngumála

a.    Kjósarskarðsvegur færðist frá Selfossi yfir til Hafnarfjarðar um síðustu áramót. Ástand vegarins er mjög slæmt núna, ítrekað búið að óska eftir þungatakmarksmerkingu, sem loksins birtist í gær (20.apríl), 7 tonn.

b.    Ákveðið að endurtaka vettvangsskoðun frá 2012, þar sem keyrt var um Kjósina og teknar myndir.

Fundi slitið: kl. 17:32

Sigríður Klara Árnadóttir, ritari