Fara í efni

Viðburða- og menningarmálanefnd

4. fundur 23. ágúst 2018 kl. 17:00 - 19:00 Eldri-fundur

Fundargerð Viðburða- og menningarmálanefndar.

Fundur haldinn 22. ágúst 2018 kl. 17-19 í Ásgarði.

Mætt: Guðný Ívarsdóttir, Einar Tönsberg og Guðbjörg R. Jóhannesdóttir sem ritaði fundargerð.

 

 

 

Dagskrá:

 

1.      Rætt var um fyrirkomulag og opnunartíma bókasafnsins, ákveðið að það verði fastur opnunartími hálfsmánaðarlega í vetur, fyrst miðvikudaginn 19. september frá 17-21. Sérstök áhersla verður lögð á að bæta barnabókasafnið og opnunartími miðaður við að aðgengi barna bætist. Stefnt að því að flétta spennandi viðburði fyrir börn og fullorðna við opnunartíma bókasafns.                                                              

Nefndin ætlar að skoða möguleika á að láta skrá safnið rafrænt.

 

2.      Rætt var um tímasetningu og fyrirkomulag á Krásum í Kjós sem stefnt er að halda í Félagsgarði nú í haust.

 

3.      Farið var yfir upplýsingar á skiltum sem fyrirhugað er að setja upp í vor.

 

Ákveðið að næsti fundur verður haldinn 7. september.