Fara í efni

Viðburða- og menningarmálanefnd

5. fundur 20. september 2018 kl. 16:00 - 17:45 Eldri-fundur

Fundargerð Viðburða- og menningarmálanefndar.

Haldinn þann 20. september 2018 í Ásgarði kl 16:00.

Mætt: Guðný G Ívarsdóttir, Einar Tönsberg og Guðbjörg R Jóhannesdóttir sem ritaði fundargerð.

 

 

Dagskrá:

 

1.       Krásir í Kjós

Afgreiðsla: Ákveðið að fresta viðburðinum fram í mars 2019

 

2.       Bókasafnið í Ásgarði opnar fyrst þann 3. október 2018 og verður opið frá kl 17-21 á miðvikudagum á tveggja vikna fresti.

Svanborg Magnúsdóttir tekur að sér umsjón með því í vetur.

 

Bókasafni Kjósarhrepps barst höfðingleg gjöf sl vetur frá þeim hjónum Sigurði Gylfa Magnússyni og Tinnu Laufeyju Ásgeirsdóttur í Miðbúð 7. Gjöfin samanstóð af miklu magni  bóka og kr. 250.000.- í peningum. Nefndin leggur til að þessir fjármunir verði að stórum hluta varið til bókakaupa fyrir börn og unglinga.

 

Viðburða – og menningarmálanefnd leggur til við hreppsnefnd Kjósarhrepps að hún samþykki á fundi sínum þann 2. október  2018 að kaupa hlut í Landskerfi bókasafna hf til að geta fengið aðild að Gegni og hefja í framhaldi rafskráningu allra bóka bókasafnsins í Ásgarði.

 

3.       Aðventumarkaðurinn í Félagsgarði.

Afgreiðsla: Ákveðið að hafa markaðinn 8. desember.

 

4.       Félagsgarður.

Afgreiðsla: Nefndin leggur til að leitað verði tilboða í ný borð í salinn í Félagsgarði og að fyrri hugmynd um viðbyggingu verði tekin til skoðunar.

 

5.       Textar á upplýsingaskilti sem fyrirhugað er að setja upp í vor eru í vinnslu.

Fundi slitið kl 17:45 GRJ