Fara í efni

Viðburða- og menningarmálanefnd

9. fundur 05. desember 2018 kl. 16:00 - 18:00 Eldri-fundur

 

Fundargerð 5. desember 2018 kl. 16

 

Mætt: Guðný Ívarsdóttir, Einar Tönsberg og Guðbjörg R. Jóhannesdóttir

 

 

 

Mál sem voru tekin fyrir:

 

1.      Rætt var um skipulagningu á skötuveislu og þrettándabrennu. Nefndin óskar eftir fjárstyrk upp á 100.000 kr. vegna skötuveislunnar auk þess sem óskað er eftir að ráðinn verði starfsmaður til að aðstoða við veisluhöldin.

 

2.      Nefndin óskar einnig eftir því að hreppurinn sjái um að safna efni í þrettándabrennuna, og ganga frá henni í kjölfarið. Auk þess er óskað eftir fjárstyrk til að greiða fyrir tónlistarflutning á jólatrésskemmtuninni upp á 80.000 kr, og að hreppurinn sjái um að útvega jólatré og jólasvein.

 

3.      Nefndin ræddi einnig um pöntun á borðum í Félagsgarð, breyta þarf stærð á borðum sem á að panta í 160x70 cm. Í tilboði sem hreppsnefnd hefur samþykkt var gert ráð fyrir stærðinni 150x70 cm.

 

4.      Rætt var um opnunartíma bókasafnsins. Tilraun var gerð til að lengja opnunartímann í haust, en þar sem lítil aðsókn hefur verið er ákveðið að stytta opnunartímann eftir áramót. Safnið opnar að nýju eftir jólafrí þann 9. janúar og verður opið frá 20-22 annan hvern miðvikudag þar eftir.

 

Fundi slitið kl 18  GRJ