Fara í efni

Viðburða- og menningarmálanefnd

17. fundur 16. júní 2019 kl. 20:00 - 21:30 Kaffi kjós
Nefndarmenn
  • Guðný Ívarsdóttir
  • Guðbjörg R. Jóhannesdóttir
  • Einar Tönsberg
  • Hermann Ingólfsson
Fundargerð ritaði: Guðbjörg R. Jóhannesdóttir

Dagskrá:

Dagskrá og skipulagning á vegum Kjósarhrepps vegna hátíðahalda 17. Júní 2019. Hátíðin er haldin í samvinnu Kjósarhrepps og Kaffi Kjósar. Vinnan við undirbúning og framkvæmdir á hátíðardeginum sjálfum verður á höndum nefndarmanna viðburða- og menningarmálanefndar.
Fyrirhuguð dagskrá og viðburðir verða með eftirfarandi hætti:
Lagt verður af stað í skrúðgöngu frá Meðalfelli kl. 13 og gengið að Kaffi Kjós. Börn geta fengið að standa á vagni og hestamenn verða í forreið. Einar sér um að útvega hoppukastala og blöðrur sem börnum verða gefnar. Guðbjörg sér um að útvega ís sem börnum verður gefinn ásamt því að aðstoða Einar við að blása upp blöðrurnar. Guðný sér um að útvega dýr til að hafa til sýnis, sækja þau og koma aftur til síns heima