Fara í efni

Viðburða- og menningarmálanefnd

18. fundur 01. júlí 2019 kl. 20:00 Ásgarður
Nefndarmenn
  • Guðbjörg R. Jóhannesdóttir
  • Einar Tönsberg
  • Sigríður Klara Árnadóttir

Sveitahátíðin Kátt í Kjós verður haldin laugardaginn 20. júlí í þrettánda sinn. Fjölmargir áhugaverðir staðir hafa boðið gesti hátíðarinnar velkomna síðustu ár og var þeim sem vilja taka þátt í ár boðið á fund mánudaginn 1. júlí kl. 20 í Ásgarði. Rætt var um fyrirkomulag hátíðarinnar í ár og markmið, sem er m.a. að vekja athygli á og efla umræðu um sveitamenningu í samfélaginu. Tíu manns voru á fundinum, og ýmsar hugmyndir voru ræddar varðandi skipulagningu Kátt í Kjós.