Fara í efni

Viðburða- og menningarmálanefnd

31. fundur 04. júní 2021 kl. 18:00 - 19:00 Kaffi Kjós
Nefndarmenn
  • Einar Tönsberg formaður
  • Guðný G Ívarsdóttir meðstjórnandi
Fundargerð ritaði: Guðný G Ívarsdóttir meðstjórnandi

Dagskrá:

Fundað var með Hermanni og Birnu á Kaffi Kjós og fundarefnið var hvað skildi bjóða upp á þann 17. Júní,

Ákveðið var að bjóða upp á fjöllistamann kl 13:00 við Meðalfell, allir fengju uppblásnar blöðrur, traktorinn með vagninn frá Meðalfelli að Kaffi Kjós, hjólabátar á vatninu, allir fengju ís og heimalingar til sýnis. Einar ætlar að gera auglýsingu. Kostnaðaráætlun um kr 350.000.