Fara í efni

Viðburða- og menningarmálanefnd

42. fundur 28. júní 2022 kl. 20:00 - 21:30 Ásgarður
Nefndarmenn
  • Sævar Jóhannesson ritari
  • Helga Hermannsdóttir formaður
  • Andri Jónsson meðstjórnandi
Fundargerð ritaði: Sævar Jóhannesson Ritari

Dagskrá

1. Kátt í Kjós 2022 Opin umræða um dagskrá Kátt í Kjós (KÍK) 2022.
Kaffi Kjós er lokað og verður ekki með.
Sjóböðin í Hvammsvík verða með tilboð fyrir gesti KÍK.
Flestir hefðbundnir viðburðir síðustu ára verða með. Leiðsögn um Brynjudalsskóg, ákveðið að hafa samband við Skógræktarfélagið.
Helga Hermannsdóttir segir frá hugmynd um kvöldvöku við Félagsgarð, vel tekið í það.
2. Kynningar og auglýsingar Niðurstaða: Ákveðið að auglýsa í útvarpi (RÚV) eins og fyrri ár og athuga með skjáauglýsingar.
Bæklingur verður prentaður, Sævar tekur að sér uppsetningu.
Látum vita á Facebooksíðum tengdum svæðinu og á kjos.is