Fara í efni

Viðburða- og menningarmálanefnd

44. fundur 04. ágúst 2022 kl. 12:00 - 14:00 Borgarhóli
Nefndarmenn
 • Helga Hermannsdóttir formaður
 • Andri Jónsson meðstjórnandi
Fundargerð ritaði: Helga Hermannsdóttir Formaður

Dagskrá

 1. Kátt í Kjós 2022 uppgjör

Kostnaðarliðir:

 • Hoppukastali frá skátunum: 135.000kr
 • Rúlluskreytingakeppni. Sprey frá Poulsen: 74.400kr m/vsk
 • Blaðrari: 50.000 kr.
 • Trúbador (Arnar frá trubbi.is) 119.800 kr
 • Kriaaerialarts clown show: 230.000kr
 • Vinningar fyrir rúlluskreytingarkeppi (inneignarnóta í Pennann): 45.000kr
 • Leiga á tjaldi: 62.000kr
 • Björgunarsveit: ?

Auglýsingar

 • Bæklingar: 82.000kr
 • Rúv: 190.000kr

Innkoma:

 • Leiga á borðum 48.000kr

Hátíðin gekk vel heilt yfir, góð mæting.

Það sem betur mætti fara:

Auglýsa betur og með meiri fyrirvara. Sérstaklega kvöldvökuna. Spurning með að hafa hátíðina yfir fleiri daga. Hafa markaðinn og kvöldvökuna sitthvorn daginn. Vantaði matarvagna á kvöldvökuna. Mætti vera tjald fyrir trúbadorinn. Brennan mætti vera stærri. Setja niður betri festingar fyrir tjaldið og tryggja að alvöru strappar/ stög séu á staðnum. Uppfæra skiltið sem var niðri við veg. Auka bilið á milli rúlla í rúlluskreytingakeppni. Fólk var mikið að troðast fram hjá hvert öðru og að spreyja á hvert annað. Athuga hvort það sé til eitthvað „umhverfisvænt“ sprey.

Það sem gekk vel:

Stjórn á umferð gekk mjög vel. Einn starfsmaður frá Björgunarsveit mætti og tveir frá unglingavinnunni aðstoðuðu. Markaðurinn gekk mjög vel, fólk almennt ánægt fyrir utan netsamband í húsinu. Skemmtiatriði við Félagsgarð yfir daginn gengu mjög vel. Gott var að hafa starfsmenn frá skátunum til að vera með eftirlit allan tímann yfir hoppukastala. Trúða atriðið var vel sótt og almenn ánægja. Rúlluskreytingakeppni gekk vel, starfsmenn frá unglingavinnunni tóku á móti fólki.

Önnur mál:

Sævar hefur sagt sig úr nefndinni, Dagrún er næsti maður inn og verður hún boðuð á næsta fund.

Tilaga til hreppsnefndar

 1. Nefndin leggur til Hreppsnefndar að sett verði upp sérstakt bílastæði fyrir hreyfihamlaða fyrir utan Félagsgarð.
 2. Að lagt verði rafmagn frá Félagsgarði út á tún.
 3. Að GSM/net samband verði lagað í húsinu. Fólk kvartaði töluvert vegna lélegs sambands inn í húsinu, það náði illa inn greiðslum í gegnum posa.