Fara í efni

Viðburða- og menningarmálanefnd

45. fundur 24. ágúst 2022 kl. 18:00 - 19:30 Ásgarði
Nefndarmenn
  • Helga Hermannsdóttir formaður
  • Andri Jónsson meðstjórnandi
  • Dagrún Fanný Liljarsdóttir ritari
Fundargerð ritaði: Dagrún Fanný Liljarsdóttir Ritari

Dagskrá

1. Dagrún boðin velkomin í nefndina og henni kynnt það sem búið var að gera þetta árið.
Farið lauslega yfir Kátt í Kjós og þá viðburði sem nefndin heldur utan um á næstunni.

2. Rætt um viðburði sem má bæta við til þess að þjappa saman fólki í Kjós. Hugmyndir
settar niður og rætt hvað væri raunhæft að gera.
Niðurstaða: ákveðið að halda tvö skemmttikvöld í Ásgarði með litlum tilkostnaði sem
verður opið fyrir alla. Rætt var við umsjónarmann Ásgarðs um samstarf. Áætlun að halda
eitthvað fyrir íbúa í október og nóvember. Nefndin skipti með sér verkum með þá
viðburði.

3. Rætt lauslega um viðburði tengda jólum.

4. Rætt um mikla vinnu tengda nefndinni. Verkefni nefndarinnar eru öll mjög mikilvæg
en krefjast mikils tíma. Við teljum að viðburðir séu orðnir umfangsmiklir í kjósinni, mikill
tími fer í undirbúning á viðburðum sem verður til þess að nefndin sér sig ekki fært um að
sinna öðrum verkefnum eins vel og nefndarmenn myndu vilja. Tillaga um skiptingu
lauslega sett niður og rædd, þar sem önnur nefndin myndi sjá um allt tengt viðburðum
sveitafélagsins. Skoða möguleika á að efla sögu- og matartengda ferðaþjónustu í
sveitarfélaginu. Hafa umsjón með bókasafni, gera tillögur um starfstilhögun og rekstur
þess og styðja við hvers konar menningarviðburði. Hafa umsjón með Kátt í Kjós,
Jólamarkaði, 17. Júní hátíð, þrettándagleði og vinna stefnumótun um hvern viðburð.
Hin nefndin myndi einbeita sér að koma með hugmyndir um hvernig Kjósin geti orðið
enn frekar aðdráttarafl fyrir útivistarhópa, gönguhópa og ferðamenn og efla ímynd
sveitarfélagsins. Rætt um möguleikann að kortleggja stíga og gönguferðir, búa til kort
eða rit, jafnvel app til þess að hafa útivistarsvæði Kjósarinnar aðgengilegri og meira
aðdráttarafl.
Niðurstaða: Nefndin leggur til að viðburðar og menningarmálanefnd verði skipt upp í
tvær nefndir.

Tillaga til hreppsnefndar
Nefndin leggur til að viðburðar og menningarmálanefnd verði skipt upp í tvær nefndir.
Mikil vinna er tengd nefndinni og verkefnin krefjast mikils tíma. Tillagan lýtur að því að
önnur nefndin myndi sjá um allt tengt viðburðum sveitafélagsins og bókasafnið. Hin
nefndin myndi einbeita sér að koma með hugmyndir um hvernig Kjósin geti orðið enn
frekar aðdráttarafl fyrir útivistarhópa, gönguhópa og ferðamenn. Efla ímynd
sveitafélagsins, hafa umsjón með stígum og hvernig best væri að kortleggja þá og/eða
kynna.