Fara í efni

Viðburða- og menningarmálanefnd

47. fundur 01. febrúar 2023 kl. 17:00 - 18:45 Ásgarður
Nefndarmenn
  • Helga Hermannsdóttir formaður
  • Andri Jónsson meðstjórnandi
  • Dagrún Fanný Liljarsdóttir ritari
Fundargerð ritaði: Dagrún Fanný Liljarsdóttir

Jólamarkaður og þrettánda brenna eru viðburðir sem voru skipulagðir af nefndinni. Telur nefndin að vel hafi tekist til og að þátttaka hafi almennt verið góð.

Bókasafn:

Vangaveltur um bókasafn. Nú er búið að færa bókasafnið í annað herbergi og búið er að grisja úr bækur. Spurning er um hvort að það sé ennþá grundvöllur fyrir því að halda bókasafnsþjónustu í Ásgarði. Nú er mjög gott bókasafn í Mosfellsbæ og eins er að opna bókasafn fyrir almenning í Klébergsskóla. Nefndin kastar fram og ræðir hugmyndir hvort frekar sé grundvöllur fyrir því að virkja Ásgarð betur sem menningarhús þeirra sem búa í Kjós og þar sé hægt að halda menningarviðburði. Til dæmis: Fjölskylduhittinga, kaffihúsakvöld,

fræðsluviðburði, eða aðra viðburði sem bókasöfn/menningarhús almennt halda í öðrum sveitafélögum.

Niðurstaða:

Nefndin leggur til að skoðað verði hvort grundvöllur sé fyrir bókasafni í Ásgarði og hvort tilefni sé til þess að halda menningarviðburði í Ásgarði fyrir íbúa.

17.júní:

Síðasta 17 júní hátíð var haldin árið 2021, þegar Kaffi Kjós var enn opið og þá var viðburðurinn í samvinnu með Ungmennafélaginu (dýragarður), Kaffi Kjós og sveitafélagið skaffaði blöðrur og hélt utan um viðburðinn.

Viðruð er sú hugmynd að flytja hátíðina í Ásgarð. Skrúðganga þangað, frá Laxá. Og í boði yrði þar fyrir íbúa til dæmis andlitsmálun, hoppukastali, ísvagninn frá Neðri Hálsi?, blaðrarinn, eitthvað atriði (trúðar), selja inn á kaffihlaðborð? (kvenfélag?), Helíum blöðrur, teyma hesta undir börnum (tala við ungmennafélagið). Póstar voru sendir á nokkra aðila og nefndin skipti með sér verkum að kanna verð og möguleika.

Niðurstaða:

Nefndin leggur til að halda skemmtilega 17 júní hátíð fyrir alla íbúa Kjósahrepps í Ásgarði.

Gönguhópar:

Hugmynd um að stofna göngu- og útivistar hóp sem hittist fast t.d. einu sinni í mánuði. Hægt væri að auglýsa á facebook og Kjós.is og hvetja fólk til að mæta og að hópurinn yrði sjálfbær meðal þátttakanda.

Niðurstaða:

Hugmynd um að stofna gönguhóp og útivistarhóp sem hittist reglulega til útivistar.