Fara í efni

Viðburða- og menningarmálanefnd

49. fundur 19. maí 2023 kl. 20:00 - 21:00 Ásgarði
Nefndarmenn
 • Helga Hermannsdóttir
 • Andri Jónsson
 • Guðrún komst ekki á fundinn varamaður hennar boðaður en hann var upptekinn.
 • Ásamt 6 íbúum/sumarhúsaeigendum Kjós
Fundargerð ritaði: Helga Hermannsdóttir

Helga byrjaði á því að fara yfir kostnaðaliði hátíðarinnar síðan í fyrra. Síðan var rætt hvað gekk vel og hvað hefði mátt ganga betur (sjá fundargerð 44.fundar). Rætt var um hvort að almennur vilji sé yfir höfuð til að halda þessa hátíð og allir voru sammála um að halda ætti hátíðina. Þó svo að helsti tilgangurinn sé ekki endilega sá sami og var í upphafi, þegar hátíðin var sett á laggirnar. Þ.e.a.s að kynna Kjósina fyrir öðrum, hvað fólkið sem þar býr hefur uppá að bjóða og gefa fólki kost á að sjá sveitalífið heim á bæjum. Í dag er fjöldinn allur af utanaðkomandi fólki sem er t.d. að selja á markaðinum, töluvert um aðkeypta skemmtidagskrá og tilgangurinn fyrst og fremst sá að hafa gaman saman í Kjós, þó svo þetta sé auðvitað alltaf kynning í leiðinni á Kjósinni og þeirri starfsemi sem þar fer fram.

Hugmyndum var kastað á milli um afþreyingu yfir daginn.

 • Skógræktin að Fossá var nefnd, hvort að það væri hægt t.d. að fara í gönguferð þar. Brynjudals gönguferðin heppnaðist vel í fyrra og var vel sótt.
 • Gönguferð í kringum Meðalfellsvatn undir leiðsögn Rannveigar Garðarsdóttur, hún sat fundinn og tók vel í þessa hugmynd.
 • Opið verður á Hjalla, hjónin á Hjalla sátu fundinn og ætla að bjóða fólki heim.
 • Opið verður hjá Nönu, Guðbjörg sat fundinn og hún verður með opið eins og fyrri ár.
 • Rætt var um að rúlluskreytingakeppnin sé stór partur af þessari hátið og í raun sé þetta heimsmeistarakeppni í rúlluskreytingum.
 • Rætt var aðeins um hversu mikið borðin eigi að kosta á markaðnum og allir voru sammála um að 5000kr væri sanngjarnt verð.
 • Umræða um hversu erfitt það er fyrir fólk að komast yfir alla dagskránna á einum degi og hugmynd kom upp um að auglýsa opið báða dagana fyrir þá sem vilja bjóða uppá það.